Lífið í Hraundal 1915 - 1922
Frásögn Matthíasar Péturssonar um
"Ábúendur í Hraundal 1915 til 1922" klikkið á titilinn til að lesa greinina Greinin birtist í Strandapóstinum (32) 1998. Í greininni lýsir Matthías staðháttum í Djúpinu og í Hraundal á litríkan og myndrænan hátt og segir sögur af örlagaríku lífi Péturs og Sigríðar þar. Í Hraundal rættis draumur Péturs um að verða sjálfstæður bóndi en fram að þeim tíma hafði hann unnið fyrir aðra. Hann var 28 ára gamall þegar hann leigði jörðina til að hefja sjálfstæðan búskap og keypti hana fjórum árum síðar. Matthías greinir frá nágrönnum og vinum í sveitinni og lífi þeirra hjóna þar en Hraundalur var erfið jörð og missti hann flest sitt fé í veðuráhlaupi og í kjölfarið missti hann jörðina. Pétur og Sigríður fluttu að lokum til Skjaldabjarnarvíkur, allslaus eftir að hafa misst allan sitt og fluttu þau með allt sitt á hestum og sleðum yfir Drangajökul vorið 1922, amma komin sjö mánuði á leið, Guðbjörg 2 ára og Guðmundur fjögra ára, en sagan af þeirri háskaför lifir enn á Ströndum. Textinn á síðunni Hraundalur er tekinn úr þessari grein, en textinn er styttur, klipptur til og púslaður til að henta betur því birtingarformi sem heimasíðan er. Greinin er mun lengri og ítarlegri en textinn á síðunni Hraundalur og gefur mynd af víðara samhengi lífs Péturs og Sigríðar þar. Greinin er fróðleg og heillandi lesning og vel þess virði fyrir frændfólk að lesa, þó að sagan hafi verið sögð í styttra máli á síðunni Hraundalur. |