Kæra frændfólk
Nú er heimasíðan um afa okkar og ömmu komin í loftið. Þar hef ég vistað allt það sem ég fann um okkar fólk, aðallega greinar og myndir. Það vill svo vel til að bræðurnir eru góðir pennar og voru iðnir við að skrifa í Strandapóstinn, þannig að til voru greinargóðar sögur og sagnir af lífi þeirra. Þegar þessu öllu er púslað saman, þá verður úr falleg og fróðleg heimasíða um okkar fólk.
Það hefur veitt mér mikla ánægju að kynnast afa og ömmu í gegnum sögurnar og myndirna. Nú finnst mér ég þekkja þau betur og þekki kannski líka sjálfa mig betur, því eins og Matthías sagði í einni greininni "En þetta fólk sem við sjáum er fólkið okkar, þaðan erum við komin. Við berum ættarmót þess, kannski hugsum við ekki ósvipað", svoleiðis er það svolítið.
Það eru allaf hægt að bæta við og grunar mig til séu fleiri myndir, sögur og sagnir í fórum frændfólks sem ættu heima hér á heimasíðunni.
Látið mig vita ef þið viljið bæta við, laga eða leiðrétta.
elsa[email protected]
Nú er heimasíðan um afa okkar og ömmu komin í loftið. Þar hef ég vistað allt það sem ég fann um okkar fólk, aðallega greinar og myndir. Það vill svo vel til að bræðurnir eru góðir pennar og voru iðnir við að skrifa í Strandapóstinn, þannig að til voru greinargóðar sögur og sagnir af lífi þeirra. Þegar þessu öllu er púslað saman, þá verður úr falleg og fróðleg heimasíða um okkar fólk.
Það hefur veitt mér mikla ánægju að kynnast afa og ömmu í gegnum sögurnar og myndirna. Nú finnst mér ég þekkja þau betur og þekki kannski líka sjálfa mig betur, því eins og Matthías sagði í einni greininni "En þetta fólk sem við sjáum er fólkið okkar, þaðan erum við komin. Við berum ættarmót þess, kannski hugsum við ekki ósvipað", svoleiðis er það svolítið.
Það eru allaf hægt að bæta við og grunar mig til séu fleiri myndir, sögur og sagnir í fórum frændfólks sem ættu heima hér á heimasíðunni.
Látið mig vita ef þið viljið bæta við, laga eða leiðrétta.
elsa[email protected]