Börn Péturs og Sigríðar
Guðmundur 1917 - 1960 fæddur í Hraundal
Guðbjörg 1920 - 2010 fædd í Hraundal Jóhannes 1922 - 2000 fæddur í Skjaldabjarnarvík |
Friðrik 1924 - 2009 fæddur í Skjaldabjarnarvík
Matthías 1926 fæddur í Skjaldabjarnarvík Jón 1929 - 1997 fæddur í Skjaldabjarnarvík |
Mummi og Magga
Hér er að ofan er myndasýning, notið örvarnar til að fara á næstu mynd
|
Guðmundur giftist Jóhönnu M. Guðjónsdóttur (Möggu) frá Hlíðardal í Vestrmannaeyjum. Þau hófu búskap á Vallartröð í Kópavogi og bjuggu þar þar til Guðmundur lést en þá flutti Magga með stepurnar í Sólheimana í Reykjavík.
Guðmundur gekk í Hérðasskólann á Reykjum í Hrútafirði og lauk síðan gagnfræðaprófi frá Gagnfræðaskóla á Akureyrar. Þaðan fór hann til Reykjavíkur til frekari náms og lauk þar vélstjóraprófi. Einnig lauk hann prófi frá Loftskeytaskóla Íslands. Guðmundur vann nokkrar vertíðir sem vélstjóri á fiskibátum í Vestmannaeyjum og síðan vann hann um tíma sem vélstjóri við ljósavélar fyrir Ameríska herinn í Hvalfirði. Þá hóf hann störf fyrir Skeljung og vann lengst af sem vélstjóri á olíuflutningaskipinu Kyndli. Einnig flutti hann in vélar fyrir smábáta um tíma. Guðmundur hafði gaman af skrifum og skrifaði smásögur og frásagnir sem birtar voru í Sjómannablaðinu Víking og tímaritinu Ægi. "Þrír á báti" smásaga eftir Guðmund, Sjómannablaðið Víkingur, júlí, 1945 "Erna" smásaga eftir Guðmund, Sjómannablaðið Víkingur, águst 1947 "Minnistæður dagur" eftir Guðmund, tímaritið Ægir, XXXVII ár, 11-12 blað. Magga var húsmóðir en vann einnig alla tíð við ýmis störf, aðallega verslunarstörf. Hún vann fyrir Ísfélagið í Vestmannaeyjum sem ung kona en þegar hún gekk í verkalýðsfélagið Snót var hún rekin úr því starfi. Þá fékk hún vinnu í Kaupfélaginu í Vestmannaeyjum og síðar í Reykjavík enda áttu verslunarstörf vel við hana. Síðustu vinnuárin vann hún við ræstingar á geðdeild Landspítalans. Magga var virk í félagsstarfi og lét sitt af mörkum fyrir bæði Thorvaldssen félagið og Mæðrastyrksnefnd. Guðmundur lést 1960, hann var 42 ára gamall er hann lést Magga býr nú á Hjúkrunarheimilinu Ísafold í Garðabæ (2013) Börn þeirra eru: Sigrún 1947 - 2003 Elsa 1956 Magga giftist aftur og eignaðist son með seinni manni sínum, Guðmundi Ingimundarsyni frá Hesti í Önundafirði Sonur þeirra er Guðjón Ingi 1966 |
Gugga og Gunnar - vantar að leiðrétta texta of fá myndir
Hér er að ofan er myndasýning, notið örvarnar til að fara á næstu mynd
|
Guðbjörg giftist Gunnari G. Guðjónssyni frá Eyri í Ingólfsfirði.
Þau hófu búskap í Reykjavík en fluttu að Eyri við Ingólfsfjörð 1944 og bjuggu þar fram yfir 1970 en þá fluttu þau á Hlíðaveginn í Kópavogi. Guðbjörg og Gunnar fóru þó alltaf heim að Eyri á sumrin meðan heilsan leifði. Þau bjuggu í Kópavogi til 2000 en þá fluttu þau á Akranes. Þau fluttu á Dvalarheimilið Höfða á Akranesi árið 2006 þar sem bæði Guðbjörg og Gunnar létust. Guðbjörg vann við síldarsöltun og annað sem tengdist síldarverksmiðjunni á Djúpavík en síðar voru það heimilisstörf og rækjuvinnsla meðan hún bjó á Eyri. Í Kópavogi vann hún við fiskvinnslu og aðra matvælavinnslu. Sem ungur maður vann Gunnar sem togarasjómaður og sigldi til Englands í stríðinu. Svo fór hann aftur heim og vann sem vélstjóri við síldarverksmiðjuna á Ingólfsfirði en eftir að síldin hvarf komu Gunnar og bróðir hans upp sögunarverki og seinna lítilli rækjuverksmiðju. Bræðurnir gerðu líka út bátinn Guðrúnu og nýttu til rækjuveiða og viðar- og póstferða. Í Kópavogi gerði hann út vörubíl og vann við akstur. Guðbjörg lést árið 2010, hún var 90 ára gömul er hún lést Gunnar lést árið 2011, hann var 94 ára gamall er hann lést Börn þeirra eru: Sigríður Erla 1945 Ásdís 1948 Guðrún Anna 1949 Helga 1952 Minningargreinar um Guðbjörgu Morgunblaðið 22.06.2010 Minningargreinar um Gunnar Morgunblaðið o6.12.2011 (Klikkið á titilinn til að lesa minningargreinarnar) |
Jóhannes og Kristín
Hér er að ofan er myndasýning, notið örvarnar til að fara á næstu mynd
|
Jóhannes kvæntist Kristínu Björnsdóttur, en hún var fædd í Skagafirði en uppalin á Hornafirði.
Þau hófu búskap á Finnbogastöðum í Árneshreppi þar sem þau bjuggu í 6 ár en fluttu síðan til Reykjavíkur 1955. Þar bjó fjölskyldan fyrst í Engihlíð, svo á Hagamel og Sundlaugavegi en lengst af í Álfheimunum og síðan í Hraunbæ. Jóhannes stundaði gagnfræðinám á Reykjum í Hrútafirði og nam síðan búfræði á Hvanneyri. Hann lauk kennaranámi frá Kennaraskóla Íslands. Hann stundaði einnig framhaldsnám við Kennaraháskóla Íslands á árunum 1974-1976. Jóhannes var skólastjóri heimavistarskólans á Finnbogastöðum í Árneshreppi og síðan kennari við Laugarnesskólann og við Laugalækjarskóla. Að sumrinu starfaði hann framan af sem verkstjóri í Vinnuskóla Reykjavíkur, í lögreglunni í Reykjavík í mörg ár og sem verktaki í byggingariðnaði. Jóhannes var einnig virkur í félagsmálum og sat í fjölda nefnda og stjórna, þar á meðal á meðal fyrir Kennarasamtök Íslands og BSRB. Kristín Björnsdóttir fæddist 1927 á Mælifellsá ytri í Skafafirði en ólst að mestu upp á Höfn í Hornafirði. Hún gekk í Húsmæðraskóla Reykjavíkur en var heimavinnandi húsmóðir lengst af en vann úti síðustu árin við umönnunarstörf. Jóhannes lést árið 2000, hann var 78 ára gamall er hann lést. Kristín býr nú á hjúkrunarheimilinu Eir (2013) í Reykjavík. Börn þeirra eru: Haukur 1948 Björn 1951 Pétur 1953 Hrönn 1958 Guðmundur Bjarki 1967 Hilmir Bjarki 1967 "Jóhannes Pétursson afmæli" grein sem birtist í DV 31.07.92í tilefni sjötugsafmæli Jóhannesar Minningagreinar um Jóhannes úr Morgunblaðinu (Klikkið á titilinn til að lesa greinarnar) |
Friðrik og Hanna
Hér er að ofan er myndasýning, notið örvarnar til að fara á næstu mynd.
|
Friðrik giftist Jóhönnu Herdísi Sveinbjarnardóttur úr Vestmannaeyjum.
Þau hófu búskap í Vestmannaeyjum en fluttu svo í Kópavoginn. Að loknu námi við Héraðsskólann að Reykholti í Borgarfirði fór hann í Kennaraskóla Íslands og lauk þaðan kennaraprófi árið 1948. Síðar lauk hann sérkennaraprófi frá Kennaraháskóla Íslands árið 1969. Friðrik kenndi mörg ár í Vestmanneyjum en flutti í Kópavog árið 1968 og starfaði eftir það m.a. við Brúarlandsskóla í Mosfellssveit, Breiðholtsskóla og Þinghólsskóla, en lengst af sem sérkennari við Snælandsskóla í Kópavogi Á sumri gengdi Friðrik ýmsum störfum, t.d. vann hann á námsárunum í síldarverksmiðjunni á Ingólfsfirði og í Vestmannaeyjum va hann m.a. til sjós, vann í sparisjóðnum og vann við stækkun flugvalarins.. Friðrik var virkur í félagsmálum og var um skeið formaður Félags ungra Framsóknarmanna í Vestmannaeyjum. Að loknu landsprófi vann Jóhanna í Kaupfélaginu í Vestmannaeyjum þar til hún giftist og sinnti eftir það húsmóðurstörfum og barnauppeldi. Eftir alvarleg veikindi í kringum fertugsaldurinn, varð heimili hennar aðalstarfsvettvangur og setti hún þar metnað sinn í að sinna fjölskyldunni, yrkja ljóð, stunda hannyrðir og starfa sem almennur gleðigjafi allra í kringum sig. Friðrik lést árið 2009, hann var 85 ára er hann lést Jóhanna lést einnig árið 2009, aðeins nokkrum mánuðum eftir andlát mannsin síns, hún var 80 ára er hún lést Sonur þeirra er: Ríkharður Helgi 1960 Einnig átti Friðrik Rósu, fædd 1947, með Áslaugu Jónsdóttur Ágústu Frímannsdóttur, fædd 1958 - látin 1995, með Jóhönnu Sigrúnu Thorarensen Minningargreinar um Friðrik í Morgunblaðinu 26.08.2009 Minningargreinar um Jóhönnu í Morgunblaðinu 06.11.2009 (Klikkið á titilinn til að lesa minningargreinarnar) |
Matthías og Kristín
Hér er að ofan er myndasýning, notið örvarnar til að fara á næstu mynd.
|
Matthías giftist Kristínu Huldu Þórarinsdóttur frá Ríp í Hegranesi í Skagafirði
Þau hófu búskap á Hellissandi en fluttu síðan á Hvolsvöll og bjuggu þar lengst af en fluttu í Garðabæinn árið 2007. Að loknu námi við Héraðsskólann í Reykholti fór hann í Samvinnuskólann í Reykjavík og lauk þaðan prófi. Árið 1951 silgdi hann til Svíþjóðar þar sem hann starfaði og stundaði nám hjá samvinnufélögunum í Svíþjóðþ Matthías vann sem kaupfélagsstjóri í Kaupfélagi Hellisands í tæp tíu ár en síðan ræðst hann til starfa hjá Kaupfélagi Rangæinga á Hvolsvelli og þar vann han þar til hann lét af störfum vegna aldurs árið 1996. Matthías stundaði ýmis félagsstöf og starfaði meðal annars í ungmennafélögum og í skólafélögum. Einnig var hann félagi í Rótarýklúbbs Rangæinga frá því hann var stofnaður árið 1966 og er hann þar heiðursfélagi. Hann vann að stofnun starfsmannafélags Kaupfélags Rangæinga er stóð að byggingu sumarhúss að Bifröst í Borgarfirði þar sem félagsmenn gátu dvalið í fríum. Þegar Kaupfélag Rangæinga var sameinað Kaupfélagi Árnesinga, seldi starfsmannfélagið sumarhúsið að Bifröst og varði andvirðinu til að koma upp safni á Hvolsvelli til minningar um starf kaupfélagsins og samvinnumanna í héraðinu. Safnið, sem ber nafnið Kaupfélagssafnið varð grunnur að safni um kaupfélögin og samvinnufélögin á Suðurlandi og er eina safnið sinnar tegundar á Íslandi. Kristín gekk í farskóla Rípurhrepps og lauk síðan gagnfræðiprófi frá Gagnfræðaskólanum á Siglufirði. Einnig stundaði hún nám við Húsmæðraskólann á Löngumýri í Skagafirði. Kristín starfaði við venjuleg sveitastörf til átján ára aldurs. Síðan vann hún við ýmis störf, vann í bakaríi á Siglufirði, á saumastofu í Reykjavík, í mötuneyti á Djúpavík. Hún starfaði sem húsmóðir eftir að hún gifti sig en vann líka á veitingahúsum á Hvolsvelli samhliða húsmæðurstörfum. Kristín var virk í félagsmálum og stofnaði unglingastúku á Hellissandi, er heiðursfélagi í Kvenfélaginu á Hvolsvelli og einnig heiðursfélagi í Rótatúklúbb Rangæinga og svo var hún virk í félagi eldri borgara í Rangárþingi. Matthías og Kristín búa nú á Strikinu í Garðabæ. Börn þeirra eru: Þórólfur Geir 1953 Sigríður 1954 Guðmundur Pétur 1960 Hörður 1962 |
Jón og Rósa - vantar að leiðrétta texta og fá myndir
Hér er að ofan er myndasýning, notið örvarnar til að fara á næstu mynd.
|
Jón giftisti Sigurósu Sigtryggsdóttur.
Þau hófu búskap á Akureyri en fluttu í Búðardal 1959 og áttu þar meira en fjögurra áratuga farsæla búsetu. Jón var gagnfræðingur frá Héraðsskólanum í Reykholti og nam síðan bifvélavirkjun, sveinsprófi lauk hann 1955 og hlaut meistararéttindi í iðninni 1959. Með námi starfaði hann á Bifreiðastöð Akureyrar en var verkstæðisformaður á Bifreiðaverkstæði Kaupfélags Hvammsfjarðar í Búðardal frá 1959 til 1976. Frá 1976 var hann vélgæslumaður hjá Afurðastöðinni í Búðardal hf. Hann var stofnfélagi Lionsklúbbs Búðardals, starfaði í Leikklúbbi Laxdæla og tók þátt í mörgum uppfærslun klúbbsins og var félagi í Ungmennafélaginu Ólafi Pá. Hann var vatnsveitustjóri, fyrsti slökkviliðsstjórinn í Búðardal. Jón var virkur í félagsmálum, starfaði meðal annars í Leikklúbbi Laxdæla,var í stjórn Verkalýsfélagsins Vals og var einn af stofnfélögum Lionsklúbbs Búðardal. Rósa er húsmóðir....hér vantar texta um Rósu Jón lést 1997, hann var 68 ára gamall er hann lést Börn þeirra eru: Elín Sigurbjörg 1950 Sigtryggur Ómar 1952 Bryndís Rósa fædd 1957 Guðmundur Heimir 1960 - 1981 Sigrún Ásta fædd 1962 Minningargreinar um Jón í Morgunblaðinu 08.11.1997 (Klikkið á titilinn til að lesa minningargreinina) |
Hverjir eru þetta?
|
Hér eru vistaðar myndir af fólki sem ekki er vitað hver eru Endilega sendið látið vita ef þið kannist við fólkið elsa.gudmundsdottir@gmail.com |