Skjaldabjarnarvík 1922 - 1935
Pétur og Sigríður bjuggu í Skjaldarbjarnavík í þrettán ár og þar eignuðust þau fjögur börn til viðbótar en þar fæddust Jóhannes (1922), Friðrik (1924), Matthías (1926) og Jón (1929), en Sigríður er 36 ára gömul þegar hún fæðir síðasta barnið. Það fór vel um fjölskylduna stóru í kotinu við fjöruborðið og vænkaðist hagur þeirra til muna eftir erfiðu árin í Hraundal.
Á myndinni hér að ofan eru Sigríður og Pétur með börnin (frá vinstri). Guðbjörg, Friðrik, Jóhannes og Guðmundur. Myndin er tekin árið 1926 í Skjaldabjarnavík af Finnboga Guðmundssyni frá Dröngum.
Sagan af lífi og tilveru Péturs og Sigríðar í Skjaldabjarnarvík er sögð hér á þessari síðu en það er Matthías sem segir söguna að mestu en líka heyrist í Friðrik. Frásögnin er að mestu tekin úr grein Matthíasar Péturssonar "Ábúendur í Skjaldabjaravík 1922-1935" , en líka úr "Landsins forni fjandi kemur í heimsókn" Strandapóstur (32) 2001, eftir Friðrik Pétursson en textinn er klipptur, styttur, skorinn og púslaður til að henta betur þessu birtingarformi. Bræðurnir voru iðnir við skriftir um Skjaldabjarnarvík fyrir Strandapóstinn, enda víkin þeim kær. Jóhannes Pétursson skrifaði greinina "Að duga eða drepast" um það þegar pabbi hans lendi í snjóflóði í Bjarnarfirði, greinina "Þegar útvarpið kom heima" um þá stóru stund í lífi fjölskyldunnar þegar fyrsta útvarpið kom í sveitina og greinina "Þættir úr dagbók lífsins" , þegar 6 ára gamall fær hann það ábyrgðahlutverk að fylgja manni að Dröngum og úr því verður ævintýri. Friðrik Pétursson skrifaði einnig greinina "Óvæntur gestur" sem fjallar um það þegar Jóhannes Magnússon, skáld og heimilisvinur, birtist óvænt í dyragættinni þegar úti var manndrásveður, blindhríð og myrkur og varla nokkuð mennskt á ferð.
Greinarnar eru mun lengri en textinn hér að neðan og eru ítarlegri sérstaklega hvað varðar lýsingar á samtíma Péturs og Sigríðar sem setur lif þeirra í stærra samhengi. Frændfólk er hvatt til að lesa greinarnar því þær eru einstaklega skemmtilegar og mjög svo lifandi frásagnir um líf okkar fólks í Skjaldabjarnarvíkinni.
Á myndinni hér að ofan eru Sigríður og Pétur með börnin (frá vinstri). Guðbjörg, Friðrik, Jóhannes og Guðmundur. Myndin er tekin árið 1926 í Skjaldabjarnavík af Finnboga Guðmundssyni frá Dröngum.
Sagan af lífi og tilveru Péturs og Sigríðar í Skjaldabjarnarvík er sögð hér á þessari síðu en það er Matthías sem segir söguna að mestu en líka heyrist í Friðrik. Frásögnin er að mestu tekin úr grein Matthíasar Péturssonar "Ábúendur í Skjaldabjaravík 1922-1935" , en líka úr "Landsins forni fjandi kemur í heimsókn" Strandapóstur (32) 2001, eftir Friðrik Pétursson en textinn er klipptur, styttur, skorinn og púslaður til að henta betur þessu birtingarformi. Bræðurnir voru iðnir við skriftir um Skjaldabjarnarvík fyrir Strandapóstinn, enda víkin þeim kær. Jóhannes Pétursson skrifaði greinina "Að duga eða drepast" um það þegar pabbi hans lendi í snjóflóði í Bjarnarfirði, greinina "Þegar útvarpið kom heima" um þá stóru stund í lífi fjölskyldunnar þegar fyrsta útvarpið kom í sveitina og greinina "Þættir úr dagbók lífsins" , þegar 6 ára gamall fær hann það ábyrgðahlutverk að fylgja manni að Dröngum og úr því verður ævintýri. Friðrik Pétursson skrifaði einnig greinina "Óvæntur gestur" sem fjallar um það þegar Jóhannes Magnússon, skáld og heimilisvinur, birtist óvænt í dyragættinni þegar úti var manndrásveður, blindhríð og myrkur og varla nokkuð mennskt á ferð.
Greinarnar eru mun lengri en textinn hér að neðan og eru ítarlegri sérstaklega hvað varðar lýsingar á samtíma Péturs og Sigríðar sem setur lif þeirra í stærra samhengi. Frændfólk er hvatt til að lesa greinarnar því þær eru einstaklega skemmtilegar og mjög svo lifandi frásagnir um líf okkar fólks í Skjaldabjarnarvíkinni.
Skjaldabjarnarvík
Skjaldabjarnarvík heitir víkin sunnan undir Geirhólmsnúpi, hún liggur fyrir opnu hafi en er þó vel skýld fyrir norðanveðrum. Norðaustanáttin á greiða leið frá hafi og ber alla jafnan með sér rigningu, súld og kulda. Og stundum hafísinn, þenna landsisn forna fjanda, en líka rekaviðinn, timbrið sem er komið frá Síberíu og stórfljótin höfðu borið út í Hvítahafið og straumarnir höfður svo skilað á land til fátækra íslenskra bænda sem tóku trjánum fagnandi.
Jörðin er afskekkt, fjögurra tíma gangur til næsta bæjar hvort sem farið var norður til grannanna góðu í Reykjafirði eða suður að Dröngum um Bjarnarfjörð og yfir fjallvegi að fara á alla vegu og jökulár, Bjarnafjarðarós að sunnan og Reykjafjarðarós að norðan. Þó fóru menn þetta vetur eða sumar, en þekktu líka landið og vissu hvað varð að varast. Jörðin var ekki mikil hlunnindajörð, þó mátti bjargast þar, en það kostaði harða baráttu, dugnað og útsjónasemi. Aldrei mátti slá slöku við, allt sem jörðin bauð upp á varð að nýta ef ekki átti að verða skortur í búi.
Þess má geta að Reykjafjörðurinn sem er norðan við Skjaldabjarnarvík er kallaður Reykjafjörður nyrðri en Reykjafjörðurinn í Árneshreppi er kallaður Reykjarfjörður syðri (eða Reykjarfjörður Kúvíkum). (innskot ritstjóra)
Bærinn stóð lítið eitt upp í túninu og sneri í austur þannig að hafið blasti við af hlaðinu. Stutt var þó í fjörukambinn og margbrotið hljómfall stórgrýttrar fjörunnar barst inn í bæinn. Á torfbænum voru þrjár bustir, í syðstu bustinni var eldhús niðri og baðstofan uppi á lofinu, í miðbustinni, sem var lítið eitt lægri, voru bæjardyrnar og baðstofuglugginn sneri út á hlað og þaðan sá út á haf. Í miðbustinni var einnig stigi þar sem gengið var upp á baðstofuloftið og stórt búr var í vesturendanum niðri. Í þriðju bustinni var fjóshlaða. Áfast við fjóshlöðuna að vestan var fjósið, ætlað þremur kúm. Timburþil var milli bustanna og innangengt í fjósið úr bænum. Fyrir vestan bæinn var hús sem sneri líka á móti hafi og var það hús var kallað Guðjónsbær, en þegar Pétur og Sigríður fluttu í Skjaldarbjarnarvík bjó þar fyrir Guðjón Kristjánsson sem hafði búið það síðan 1905. Guðjón flutti svo norður í Þarlátursfjörð árið eftir, eða árið 1923. Guðjónsbær var með lofi að hálfu í vesturenda. Í þessu húsi voru hlóðir og strompur uppúr og eftir að Guðjón flutti, var þar gert slátur og reykt kjöt.
Úti fyrir Skjaldabjarnarvík er urmull af skerjum og boðum sem sumir koma upp um fjöru en aðrir ekki. Siglingar fyrir landi voru því mjög varasamar og aðeins fyrir kunnuga. Engar eyjur tilheyrðu Skjaldabjarnarvík, nema Svalbarði sem er nánast klettadrangur sunnar við Þúfurnar. Selveiði gat verið nokkur og aðallega inn í Bjarnarfirði og þá best ef hann lá við norðanátt. Fiskimið vour mjög góð meðan fiskur gekk inn á Húnaflóann svo einhverju næmi. Annáluð voru Skjaldavíkurmið Grynnra- og Dýpra og enn eru þar annáluð handfæramið. En erfitt var að sækja björg í bú því lendingin í Skjaldabjarnarvík var mjög erfið og eins gátu brostið á vestanveður sem hendi væri veifað og var þá ekki heiglum hent að berja til lands á árum á smákænum.
Landamerki Skjaldabjarnarvíkur að norðan eru í kletti sem ber það virðulega nafn Biskup og er norðan til í Geirhólmsnúpi. Syðri landamerkin eru um Bjarnafjarðará sem skilur að Skjaldabjarnarvík og Dranga. Í vestri markar hábunga Dangajökuls landamerkin.
Jörðin er afskekkt, fjögurra tíma gangur til næsta bæjar hvort sem farið var norður til grannanna góðu í Reykjafirði eða suður að Dröngum um Bjarnarfjörð og yfir fjallvegi að fara á alla vegu og jökulár, Bjarnafjarðarós að sunnan og Reykjafjarðarós að norðan. Þó fóru menn þetta vetur eða sumar, en þekktu líka landið og vissu hvað varð að varast. Jörðin var ekki mikil hlunnindajörð, þó mátti bjargast þar, en það kostaði harða baráttu, dugnað og útsjónasemi. Aldrei mátti slá slöku við, allt sem jörðin bauð upp á varð að nýta ef ekki átti að verða skortur í búi.
Þess má geta að Reykjafjörðurinn sem er norðan við Skjaldabjarnarvík er kallaður Reykjafjörður nyrðri en Reykjafjörðurinn í Árneshreppi er kallaður Reykjarfjörður syðri (eða Reykjarfjörður Kúvíkum). (innskot ritstjóra)
Bærinn stóð lítið eitt upp í túninu og sneri í austur þannig að hafið blasti við af hlaðinu. Stutt var þó í fjörukambinn og margbrotið hljómfall stórgrýttrar fjörunnar barst inn í bæinn. Á torfbænum voru þrjár bustir, í syðstu bustinni var eldhús niðri og baðstofan uppi á lofinu, í miðbustinni, sem var lítið eitt lægri, voru bæjardyrnar og baðstofuglugginn sneri út á hlað og þaðan sá út á haf. Í miðbustinni var einnig stigi þar sem gengið var upp á baðstofuloftið og stórt búr var í vesturendanum niðri. Í þriðju bustinni var fjóshlaða. Áfast við fjóshlöðuna að vestan var fjósið, ætlað þremur kúm. Timburþil var milli bustanna og innangengt í fjósið úr bænum. Fyrir vestan bæinn var hús sem sneri líka á móti hafi og var það hús var kallað Guðjónsbær, en þegar Pétur og Sigríður fluttu í Skjaldarbjarnarvík bjó þar fyrir Guðjón Kristjánsson sem hafði búið það síðan 1905. Guðjón flutti svo norður í Þarlátursfjörð árið eftir, eða árið 1923. Guðjónsbær var með lofi að hálfu í vesturenda. Í þessu húsi voru hlóðir og strompur uppúr og eftir að Guðjón flutti, var þar gert slátur og reykt kjöt.
Úti fyrir Skjaldabjarnarvík er urmull af skerjum og boðum sem sumir koma upp um fjöru en aðrir ekki. Siglingar fyrir landi voru því mjög varasamar og aðeins fyrir kunnuga. Engar eyjur tilheyrðu Skjaldabjarnarvík, nema Svalbarði sem er nánast klettadrangur sunnar við Þúfurnar. Selveiði gat verið nokkur og aðallega inn í Bjarnarfirði og þá best ef hann lá við norðanátt. Fiskimið vour mjög góð meðan fiskur gekk inn á Húnaflóann svo einhverju næmi. Annáluð voru Skjaldavíkurmið Grynnra- og Dýpra og enn eru þar annáluð handfæramið. En erfitt var að sækja björg í bú því lendingin í Skjaldabjarnarvík var mjög erfið og eins gátu brostið á vestanveður sem hendi væri veifað og var þá ekki heiglum hent að berja til lands á árum á smákænum.
Landamerki Skjaldabjarnarvíkur að norðan eru í kletti sem ber það virðulega nafn Biskup og er norðan til í Geirhólmsnúpi. Syðri landamerkin eru um Bjarnafjarðará sem skilur að Skjaldabjarnarvík og Dranga. Í vestri markar hábunga Dangajökuls landamerkin.
Sjálfsþurftarbúskapur í Skjaldabjarnavík
Á árunum eftir 1920 tók veðurfar á Íslandi að breytast til hins betra. Það hlýnaði og hafísinn sem áður mátti heita árviss kom nú sjaldnar. Eigi að síður var Ísland samt við sig. Enn gengu stórviðri yfir landið með mannsköðum og stórtjóni. Þó mun búskapurinn í Skjaldabjarnarvík hafa gengið stóráfallalaustþau ár sem Pétur og Sigríður bjuggu þar.
Jörðin talist ekki hlunnindajörð þótt hún væri vissulega góð rekajörð, útibeit fyrir fé að vetri til var nokkuð góð, sérstaklega var fjörubeitin rómuð, enda miklar sölvafjörur sem aldrei brugðust, nema í ísárum. Slægjur voru lélegar og dreifðar, túnið lítið og taldist ekki grasgefið. Jörðin var mannfrek og bar ekki mikinn bústofn, sérstaklega gat heyskapur verið erfiður vegna óþurrka, þarna sem annars staðar á Ströndum.
Veturinn kemur snemma nyrst í Strandasýslu og á Hornströndum og fer seint. Hann gat byrjað í september og staðið fram í maílok og gott betur. Veturinn, og skammdegið sem honum fylgdi, var íbúum þessa héraðs erfiður, sérstaklega þegar vetur kom snemma og fé varð að taka á gjöf í byrjun vetrar. Þá varð mikið vandaverk að nýta heyin vel, svo fóðrið entist út veturinn. Það varð að nota hvert tækifæri til beitar, svo að spara mætti heyin og þau nýttust sem lengst. Væri fé vanfóðrað, mátti búast við litlum afurðum og lélegri útkomu og lambadauða. Í Skjaldabjarnarvík var mikil og góð fjörubeit, en það útheimti mikla vinnu og natni. Þá varð að láta féð út þegar fjara var og flúrurnar (skerin) voru vel upp úr. Kindurnar voru gráðugar í þarann enda var hann lystugur og kjarngóður. (Þessi málsgrein er úr "Landsins forni fjandi í heimsókn" eftir Friðrik)
Það var sjálfsþurftarbúskapur í Skjaldabjarnarvík og var heimilið að miklu leiti sjálfu sér nægt, en á þessum árum munu Pétur og Sigríður hafa haft tvær kýr og tvo til þrjá hesta. Kannski hafa örðugleikarnir á þessum árum verið mestir við að afla heyjanna, það var erfitt verk og mannfrekt í óþurrkasumrum, en það gekk meðan Bergur og Svanfríður voru í húsamennsku. Eftir að þau fóru, árið 1931, varð álagið á Pétur og annað heimilsfólk miklu meira.
Tekjur höfðu þau líka af hangikjöti sem selt var vestur á Ísafjörð, en Strandamenn seldu hangikjöt þangað og virðist Pétur hafa haft forgöngu um þau viðskipti. Að minnsta kosti selur hann kjöt fyrir nágranna sína í verslun Ólafs Pálssonar á Ísafirði. Pétur og nágrannar hans fluttu kjötið á bát til Furufjarðar og drógu það svo á sleða yfir Skorarheiði og þaðan með Djúpbátnum til Ísafjarðar.
Sjávarfangið var margvíslegt, selur, fugl og hrognkelsi fengust á vorin og voru kærkomin eftir langan vetur. Út af Skjaldabjarnarvík eru gjöful fiskimið, sérstaklega var gott að vera þar á skaki seinni part sumars og á haustin. Pétur og Bergur réru til fiskjar á lítilli skektu, ekki bara til þess að afla fiskmetis fyrir heimilið heldur var saltfiskur lagður inn í verslunina á Norðurfirði.
Fyrstu árin í Skjaldabjarnarvík fóru Pétur og Bergur á skektunni norður að Horni á hverju vori til að ná í fugl og egg. Leiðin norður er erfið, átta til tíu tíma róður er frá Greihólmsnúpi norður að Horni og fyrir nes og rastir að fara. Fuglinn og eggin voru bjargræði sem ekki var hægt að láta fram hjá sér fara. Það er tæpast hægt að setja sig í spor þeirra er heima sátu, sáu litlu skektuna hverfa norður fyrir Geirhólmsnúpinn og vissu ekki hvernig þeim mundi reiða af fyrr en þeir komu aftur eftir hálfan mánuð, hlaðnir eggjum og fugli. Það er ekki heldur hægt að gera sér í hugarlund hversu óskaplegt erfiði og áhætta það var að afla heimili bjargar, en án þess að leggja þetta á sig var ekki hægt að komast af.
Jörðin talist ekki hlunnindajörð þótt hún væri vissulega góð rekajörð, útibeit fyrir fé að vetri til var nokkuð góð, sérstaklega var fjörubeitin rómuð, enda miklar sölvafjörur sem aldrei brugðust, nema í ísárum. Slægjur voru lélegar og dreifðar, túnið lítið og taldist ekki grasgefið. Jörðin var mannfrek og bar ekki mikinn bústofn, sérstaklega gat heyskapur verið erfiður vegna óþurrka, þarna sem annars staðar á Ströndum.
Veturinn kemur snemma nyrst í Strandasýslu og á Hornströndum og fer seint. Hann gat byrjað í september og staðið fram í maílok og gott betur. Veturinn, og skammdegið sem honum fylgdi, var íbúum þessa héraðs erfiður, sérstaklega þegar vetur kom snemma og fé varð að taka á gjöf í byrjun vetrar. Þá varð mikið vandaverk að nýta heyin vel, svo fóðrið entist út veturinn. Það varð að nota hvert tækifæri til beitar, svo að spara mætti heyin og þau nýttust sem lengst. Væri fé vanfóðrað, mátti búast við litlum afurðum og lélegri útkomu og lambadauða. Í Skjaldabjarnarvík var mikil og góð fjörubeit, en það útheimti mikla vinnu og natni. Þá varð að láta féð út þegar fjara var og flúrurnar (skerin) voru vel upp úr. Kindurnar voru gráðugar í þarann enda var hann lystugur og kjarngóður. (Þessi málsgrein er úr "Landsins forni fjandi í heimsókn" eftir Friðrik)
Það var sjálfsþurftarbúskapur í Skjaldabjarnarvík og var heimilið að miklu leiti sjálfu sér nægt, en á þessum árum munu Pétur og Sigríður hafa haft tvær kýr og tvo til þrjá hesta. Kannski hafa örðugleikarnir á þessum árum verið mestir við að afla heyjanna, það var erfitt verk og mannfrekt í óþurrkasumrum, en það gekk meðan Bergur og Svanfríður voru í húsamennsku. Eftir að þau fóru, árið 1931, varð álagið á Pétur og annað heimilsfólk miklu meira.
Tekjur höfðu þau líka af hangikjöti sem selt var vestur á Ísafjörð, en Strandamenn seldu hangikjöt þangað og virðist Pétur hafa haft forgöngu um þau viðskipti. Að minnsta kosti selur hann kjöt fyrir nágranna sína í verslun Ólafs Pálssonar á Ísafirði. Pétur og nágrannar hans fluttu kjötið á bát til Furufjarðar og drógu það svo á sleða yfir Skorarheiði og þaðan með Djúpbátnum til Ísafjarðar.
Sjávarfangið var margvíslegt, selur, fugl og hrognkelsi fengust á vorin og voru kærkomin eftir langan vetur. Út af Skjaldabjarnarvík eru gjöful fiskimið, sérstaklega var gott að vera þar á skaki seinni part sumars og á haustin. Pétur og Bergur réru til fiskjar á lítilli skektu, ekki bara til þess að afla fiskmetis fyrir heimilið heldur var saltfiskur lagður inn í verslunina á Norðurfirði.
Fyrstu árin í Skjaldabjarnarvík fóru Pétur og Bergur á skektunni norður að Horni á hverju vori til að ná í fugl og egg. Leiðin norður er erfið, átta til tíu tíma róður er frá Greihólmsnúpi norður að Horni og fyrir nes og rastir að fara. Fuglinn og eggin voru bjargræði sem ekki var hægt að láta fram hjá sér fara. Það er tæpast hægt að setja sig í spor þeirra er heima sátu, sáu litlu skektuna hverfa norður fyrir Geirhólmsnúpinn og vissu ekki hvernig þeim mundi reiða af fyrr en þeir komu aftur eftir hálfan mánuð, hlaðnir eggjum og fugli. Það er ekki heldur hægt að gera sér í hugarlund hversu óskaplegt erfiði og áhætta það var að afla heimili bjargar, en án þess að leggja þetta á sig var ekki hægt að komast af.
1922 - Fjölskyldan kemur sér fyrir í Skjaldabjarnarvík
Árið 1922 stóðu Pétur og Sigríður á hlaðinu í Skjaldabjarnarvík með börnin sín tvö, Guðbjörgu tveggja ára og Guðmund fjögra ára og Sigríður komin að falli að þeirra fjórða barni. Ferðin yfir jökulinn er að baki. Þau standa þarna og horfa á lágan og hrörlegan bæinn sem á að verða framtíðarheimilið. Fátæklegar eigur þeirra hafa verið fluttar frá Dröngum, ferjaðar yfir Bjarnarfjörð af Eiríki fóstbróður Péturs. Daginn áður höfðu þau komið að Dröngum og gist hjá þeim Eiríki og Ragnheiði. Nú var sjö ára baráttu í Hraundal lokið. Sem lausamaður hafði Péturs verið þokkalega stæður þegar þau fluttu þangað, en nú mættu þau heita öreigar. Aftur varð að byrja upp á nýtt, en að gefast upp var eitthvað sem ekki var til í þeirra orðabók.
Hvað farið hefur í gegnum huga þeirra þarna á hlaðinu í Skjaldabjarnarvík veit enginn. Sjálfsagt hafa þau hugsað um förina yfir jökulinn og hversu litlu mátti muna að þau slyppu ekki heil frá þeim leik. Og vafalaust hafa þau hugsað um hvernig þau gætu framfleytt sístækkandi fjölskyldu. En ekki hafa þau dvalið lengi við slíkar hugleiðingar. Næsta verkefni var að koma sér fyrir. Ekki hafði verið búið í bænum um veturinn, það hafði skafið inn og snjóinn hafði ekki enn náð að leysa. Fyrsta verkið var því að moka út, áður en hægt var að koma sér fyrir og taka up eld.
Fáum sögum fer af því hvernig fjölskyldunni gekk að koma sér fyrir. Þó hlýtur að hafa verið þeirra fyrsta verk að kveikja eld svo hægt væri að elda einhvern mat, en þó Skjaldarbjarnarvík væri talin góð rekajörð brá svo við að nú var enginn reki. Það var því úr vöndu að ráða með eldivið. Þó mótak væri nokkurt kom það ekki að gagni þetta fyrsta sumar. Einhver sprek munu hafa verið á rekanum, en ekki þótti það góður eldiviður nema fyrst væri búið að þurrka viðinn, en það tók sinn tíma. Til að drýgja eldiviðinn var reynt að brenna þurrum þara sem þótti neyðarúrræði. Ekki er vitað hvernig heyskapur gekk, sjálfsagt hefur hann ekki verið mikill, enda ekki stór bústofn. Þó munu þau fljótlega hafa fengið kú.
Hvað farið hefur í gegnum huga þeirra þarna á hlaðinu í Skjaldabjarnarvík veit enginn. Sjálfsagt hafa þau hugsað um förina yfir jökulinn og hversu litlu mátti muna að þau slyppu ekki heil frá þeim leik. Og vafalaust hafa þau hugsað um hvernig þau gætu framfleytt sístækkandi fjölskyldu. En ekki hafa þau dvalið lengi við slíkar hugleiðingar. Næsta verkefni var að koma sér fyrir. Ekki hafði verið búið í bænum um veturinn, það hafði skafið inn og snjóinn hafði ekki enn náð að leysa. Fyrsta verkið var því að moka út, áður en hægt var að koma sér fyrir og taka up eld.
Fáum sögum fer af því hvernig fjölskyldunni gekk að koma sér fyrir. Þó hlýtur að hafa verið þeirra fyrsta verk að kveikja eld svo hægt væri að elda einhvern mat, en þó Skjaldarbjarnarvík væri talin góð rekajörð brá svo við að nú var enginn reki. Það var því úr vöndu að ráða með eldivið. Þó mótak væri nokkurt kom það ekki að gagni þetta fyrsta sumar. Einhver sprek munu hafa verið á rekanum, en ekki þótti það góður eldiviður nema fyrst væri búið að þurrka viðinn, en það tók sinn tíma. Til að drýgja eldiviðinn var reynt að brenna þurrum þara sem þótti neyðarúrræði. Ekki er vitað hvernig heyskapur gekk, sjálfsagt hefur hann ekki verið mikill, enda ekki stór bústofn. Þó munu þau fljótlega hafa fengið kú.
Báturinn Bolli og skektan sem hét því háfleyga nafni Fálkinn og dansaði á haffletinum
Allir sem ætluðu að búa þarna norðurfrá urðu að eiga bát. Sjórinn var annar bjargræðisvegurinn. Mestallir flutningar fóru fram á sjó á þessum litlu árabátum og þangað sóttu menn stóran hluta af þeim matvælum sem búin þörfnuðust.
Strax fyrsta árið eignuðust þau skektuna Fálkann og fljótlega bát sem Benedikt Hermannsson í Reykjarfirði smíðaði og kallaður var Bolli. Bolli var geymdur í Skarfaseli í Bjarnafirði og var notaður til að ferja fólk og vörur yfir fjörðinn. Hvenær Pétur eignast Fálkann er ekki vitað, en Fálkinn var stærri en Bolli og smíðaður af Stígi Stígssyn á Horni, þeim mikla bátasmið. Fálkinn var afbragðs sjóskip. Aldrei hlekktist honum á og var honum þó oft boðið meira en nokkurt vit var í. Seinna þegar Pétur og Sigríður voru komin í Reykjarfjörð, fengu þau norskt kappsiglingasegl á Fálkann, í raun og veru miklu stærra en hann átti að geta borið. En það var dýrðlegt að sigla honum. Hann reif sig upp úr öldunum, teygði sig og velti sér eins og lifandi vera og þó að borðstokkurinn hlémegin væri kominn á kaf var eins og aldrei kæmi sjór í Fálkann. Hann vék sér undan hverri báru og dansaði á haffletinum meðan söng í rá og reiða. Vafalaust hefur Stígur látið fylgja honum góðar bænir.
Strax fyrsta árið eignuðust þau skektuna Fálkann og fljótlega bát sem Benedikt Hermannsson í Reykjarfirði smíðaði og kallaður var Bolli. Bolli var geymdur í Skarfaseli í Bjarnafirði og var notaður til að ferja fólk og vörur yfir fjörðinn. Hvenær Pétur eignast Fálkann er ekki vitað, en Fálkinn var stærri en Bolli og smíðaður af Stígi Stígssyn á Horni, þeim mikla bátasmið. Fálkinn var afbragðs sjóskip. Aldrei hlekktist honum á og var honum þó oft boðið meira en nokkurt vit var í. Seinna þegar Pétur og Sigríður voru komin í Reykjarfjörð, fengu þau norskt kappsiglingasegl á Fálkann, í raun og veru miklu stærra en hann átti að geta borið. En það var dýrðlegt að sigla honum. Hann reif sig upp úr öldunum, teygði sig og velti sér eins og lifandi vera og þó að borðstokkurinn hlémegin væri kominn á kaf var eins og aldrei kæmi sjór í Fálkann. Hann vék sér undan hverri báru og dansaði á haffletinum meðan söng í rá og reiða. Vafalaust hefur Stígur látið fylgja honum góðar bænir.
1922 og 1923 - Fyrsti veturinn í Skjaldabjarnarvík, þriðja barnið fæðist og er skírður Jóhannes
Það er svo 2. ágúst 1922 sem dregur til tíðinda, en þá elur Sigríður sveinbarn og var skírður Jóhannes. Hraustur var strákurinn og grét sterklega. Nú voru börnin orðin þrjú og þar af eitt reifabarn. Það styttist í sumrinu og framundan er veturinn. Hvernig mundi þeim reiða af? Það skorti flest sem heimilið þarfnaðist. Trúlega hefur Pétur verið búinn að eignast haglabyssu, þá er hann átti lengi síðan. Byssa þessi var kjörgripur, með langt hlaup og ágæt við tófu og selveiðar. Trúlega hefur ekkert af eigum þeirra hjóna gagnast betur en þessi byssa. Með henni skaut hann ótölulega fjölda af tófu og sel og oft var fuglakjöt á borðum.
Þarna stóð Pétur betur að vígi en í Hraundal. Hann gjörþekkti allan veiðiskap frá veru sinni á Dröngum. Ekki er að efa að án byssunnar og veiðanna hefðu þau aldrei komist af fyrstu árin sín í Skjaldabjarnarvík. Veturinn fór að og ekki var hægt að gera miklar ráðstafanir til að búa sig undir hann. En þarna eru nú tvíbýli því Guðjón og Anna kona hans búa í Guðjónsbæ og flytja ekki fyrr en næsta vor.
Það sagði Sigríður síðar, að þessi vetur hafi reynst þeim erfiður og verstur hefður kuldinn verið, með reifabarnið. Oft hefðu bleyjurnar frosið í baðstofunni, svo áhyggjur hennar hafa verið ærnar. Að halda hita á barninu svo kuldinn ynni því ekki skaða. En þessi vetur leið eins og aðrir og aftur kom vor.
Ekki er annað að sjá en að tíðarfar hafi verið með skaplegum hætti árið 1923. Þó byrjar árið með stórviðri 15. janúar sem veldur miklum sköðum einkanlega sunnanlands. 7. maí gerir svo aftur aftakaveður og þá stranda 4 skip í Hornvík, en aðeins einn maður drukknar. Fyrir fólkið í Skjaldabjarnavík var það lífbaráttan sem gekk fyrir öllu. Á fardögum (maí-júní) 1923 fluttu Guðjón og Anna frá Guðjónsbæ Skjaldabjarnavík norður í Þarlátursfjörð.
Þarna stóð Pétur betur að vígi en í Hraundal. Hann gjörþekkti allan veiðiskap frá veru sinni á Dröngum. Ekki er að efa að án byssunnar og veiðanna hefðu þau aldrei komist af fyrstu árin sín í Skjaldabjarnarvík. Veturinn fór að og ekki var hægt að gera miklar ráðstafanir til að búa sig undir hann. En þarna eru nú tvíbýli því Guðjón og Anna kona hans búa í Guðjónsbæ og flytja ekki fyrr en næsta vor.
Það sagði Sigríður síðar, að þessi vetur hafi reynst þeim erfiður og verstur hefður kuldinn verið, með reifabarnið. Oft hefðu bleyjurnar frosið í baðstofunni, svo áhyggjur hennar hafa verið ærnar. Að halda hita á barninu svo kuldinn ynni því ekki skaða. En þessi vetur leið eins og aðrir og aftur kom vor.
Ekki er annað að sjá en að tíðarfar hafi verið með skaplegum hætti árið 1923. Þó byrjar árið með stórviðri 15. janúar sem veldur miklum sköðum einkanlega sunnanlands. 7. maí gerir svo aftur aftakaveður og þá stranda 4 skip í Hornvík, en aðeins einn maður drukknar. Fyrir fólkið í Skjaldabjarnavík var það lífbaráttan sem gekk fyrir öllu. Á fardögum (maí-júní) 1923 fluttu Guðjón og Anna frá Guðjónsbæ Skjaldabjarnavík norður í Þarlátursfjörð.
Bergur og Svanfríður í húsamennsku í Skjaldabjarnarvík

Sama vorið og Guðjón og Anna fluttu í Þarlátursfjörð komu Þorbergur Samúelsson og Svanfríður Daníelsdóttir í húsamennsku til Péturs og Sigríðar, en Þorbergur, kallaður Bergur hafði fæðst í Skjaldabjarnavík 1882, sonur Samúels bónda sem þar bjó. Bergur var einstakur maður. Lundin svo létt að hann brást við öllum hlutum með því að hlæja og hann var barngóður með afbrigðum. Nokkuð þótti sérkennilegt að sjá þau hjón saman á göngu, en þá gekk Bergur tveim til þremur föðmum á undan Svanfríði og leit til baka öðru hverju til að sjá hvernig henni miðaði. Svanfríður var fædd 1872, frá Leiru í Grunnavík, og var því tíu árum eldri en Bergur. Ekki áttu þau hjón börn saman en Svanfríður hafði átt stúlkubarn með húsbóndanum í Reykjafirði, Benedikt Hermanssyni, þegar hún var vinnukona þar. Stúlkan var fædd 1902 og hét Alexandría Kristín og var alin upp af hjónunum í Reykjafirði, Ketilríði og Benedikt. Bergur og Svanfríður kynnust í vinnumennsku á Dröngum.
Bergur og Svanfríður voru einstakar manneskjur. Trúmennsku þeirra var við brugðið. Slíku ástfóstri tók Svanfríður við Jóhannes, þá yngsta barnið þeirra Péturs og Sigríðar, að ekki hefði hún getað orðið honum betri þótt hún hefði átt hann sjálf. Umhyggja hennar fyrir Jóhannesi kom þó ekki í veg fyrir að hún annaðist önnur börn þeirra hjóna af alúð og umhyggju. Ekki leikur nokkur vafi á því að það hefur verið mikið happ að fá þetta sómafólk í sambýli í Skjaldabjarnavík.
Aldrei minnntust Pétur og Sigríður svo á Svanfríði og Berg að ekki væri einhver hlýja í rómnum, þannig að ekki duldist hversu vænt þeim þótti um þetta heiðursfólk, þótt ekki væðu þau í peningum eða viðruðu sig upp við svokallaða höfðingja, en þau flutt til Reykjafjarðar 1931.
Að vera í húsamennsku var annað en að vera vinnufólk. Húsmenn og húskonur, eins og Bergur og Svanfríður, búa hjá öðrum en eru annars sjálfum sér ráðandi. Húsmenn og húskonur greiddu ekki húsaleigu og fengu laun gjarnan greidd í kindafóðri. Þótti þetta betri kostur en að vera vinnuhjú. Fólk í húsamennsku gátu jafnvel haft smala og vinnuhjú sjálf ef þau fá góðar slægjur af bóndanum þar sem þau búa. (Ísafold, 04.08.1894., bls 196) (Þessi málsgrein er innskot frá ritstjóra)
Bergur og Svanfríður voru einstakar manneskjur. Trúmennsku þeirra var við brugðið. Slíku ástfóstri tók Svanfríður við Jóhannes, þá yngsta barnið þeirra Péturs og Sigríðar, að ekki hefði hún getað orðið honum betri þótt hún hefði átt hann sjálf. Umhyggja hennar fyrir Jóhannesi kom þó ekki í veg fyrir að hún annaðist önnur börn þeirra hjóna af alúð og umhyggju. Ekki leikur nokkur vafi á því að það hefur verið mikið happ að fá þetta sómafólk í sambýli í Skjaldabjarnavík.
Aldrei minnntust Pétur og Sigríður svo á Svanfríði og Berg að ekki væri einhver hlýja í rómnum, þannig að ekki duldist hversu vænt þeim þótti um þetta heiðursfólk, þótt ekki væðu þau í peningum eða viðruðu sig upp við svokallaða höfðingja, en þau flutt til Reykjafjarðar 1931.
Að vera í húsamennsku var annað en að vera vinnufólk. Húsmenn og húskonur, eins og Bergur og Svanfríður, búa hjá öðrum en eru annars sjálfum sér ráðandi. Húsmenn og húskonur greiddu ekki húsaleigu og fengu laun gjarnan greidd í kindafóðri. Þótti þetta betri kostur en að vera vinnuhjú. Fólk í húsamennsku gátu jafnvel haft smala og vinnuhjú sjálf ef þau fá góðar slægjur af bóndanum þar sem þau búa. (Ísafold, 04.08.1894., bls 196) (Þessi málsgrein er innskot frá ritstjóra)
1924 og 1925 - Efnahagurinn vænkast og fjórða barnið fæðist og er skírður Friðrik
Þegar kemur fram á árið 1924, þann 9. apríl, elur Sigríður dreng. Drengurinn er hraustur og allt gekk eins og í sögu, þótt hvorki væru lærð ljósmóðir né læknir viðstödd. Barnið er skírt Friðrik eftir afa sínum í Drangavík. Lífið fer að færast í eðlilegt horf, efnahagurinn batnar, bústofninn eykst. Aftur er farið að reka, sem þýðir meiri og betri eldivið, auk þess að nú er hægt að dytta að húsum og jafnvel byggja ný.
Svo er að sjá að tíðarfar hafi verið hagstætt 1924. Og nýi tíminn heldur áfram að vekja á sér athygli því í ágústmánuði um sumarið kemur fyrsta flugvélin fljúgandi yfir hafið til Íslands. Þjóðin er að vera það ljóst að 1000 ára einangrun er rofin.
Árið 1925 byrjar eins og önnur ár þarna norður frá. Einangrunin er mikil og það þykja stórtíðindi ef sést til mannaferða. Heimilisfólkið er ekki margt, sex til átta manns. Mannlífið er fábreytt en íslenski veturinn lætur til sín taka, því 8 febrúar gerir eitt mesta fárviðri sem yfir landið hafði gengið, Halaveðrið svo kallaða, þar sem 69 sjómenn týndu lífinu. Ekki hefur þetta veður farið framhjá litlu býlunum á Ströndum, þó ekki sé getið um mannskaða þar í þessu veðri.
Svo er að sjá að tíðarfar hafi verið hagstætt 1924. Og nýi tíminn heldur áfram að vekja á sér athygli því í ágústmánuði um sumarið kemur fyrsta flugvélin fljúgandi yfir hafið til Íslands. Þjóðin er að vera það ljóst að 1000 ára einangrun er rofin.
Árið 1925 byrjar eins og önnur ár þarna norður frá. Einangrunin er mikil og það þykja stórtíðindi ef sést til mannaferða. Heimilisfólkið er ekki margt, sex til átta manns. Mannlífið er fábreytt en íslenski veturinn lætur til sín taka, því 8 febrúar gerir eitt mesta fárviðri sem yfir landið hafði gengið, Halaveðrið svo kallaða, þar sem 69 sjómenn týndu lífinu. Ekki hefur þetta veður farið framhjá litlu býlunum á Ströndum, þó ekki sé getið um mannskaða þar í þessu veðri.
Þegar Pétur og Bergur börðust við hafið
Það var einu sinni að haustlagi er Pétur og Bergur voru á sjó á skektunni, að á þá skellur vestanveður. Eins og hendi sé veifað er sjórinn orðinn að sjóðandi nornakatli. Þeir reyna að berja upp í veðrið, en sjá fljótt að ekkert verður við ráðið, sjórinn drífur yfir skektuna svo varla hefst undan að ausa. Einn maður undir árum gerir ekki betur en að halda skektunni upp í veðrið. Hvert einasta áratog er upp á líf og dauða, því slái skektunni flatri þá er ekki að spyrja að leikslokum. Pétur mun fljótt hafa séð að þessi barátta var vonlaus. Hann sá aðeins eitt ráð, ekki gott vissulega, en áhættuna varð að taka. Í staðinn fyrir að reyna að berja upp í veðrið, slá þeir undan og reyna að komast í skjól við Geirhólmsnúpinn. Það léttir þeim róðurinn að veðrið er svo afskaplegt að stórar öldur náðu ekki að myndast heldur lemur veðrið sjóinn niður, en þeim mun meira verður sjórokið. Klukkutíma eftir klukkutíma berja þeir, róa og ausa, róa og ausa. Hvert áratog er yfirmannlegt, alla þá krafta sem til eru og meira til verður að leggja í árina.
Tvisvar á leiðinni er Bergur orðinn svo máttlaus í handleggjunum að hann tekur ekki eftir því að árin rennur úr greip hans og bátnum slær flötum. Bergur bregst við eins og hann gerði alltaf þegar út af bar, hann hallaði sér fram í gráðið og hló, önnur viðbrögð kunni hann ekki og hvað gat hann svo sem gert. Þeim tókst að ná árinni aftur þar sem skektuna rak hraðar en árina og komust í skjól við Núpinn, en þá tók við annar vandi.
Hvirfilbylirnir, sem oft myndast þegar hvessir af vestri, voru svo ofsalegir að þeri ætluðu ekki að geta haldið skektunni á réttum kili. Þegar bylirnir voru afstaðnir og lognið kom á milli varð að róa upp á líf og dauða til að komast sem lengst meðan lognið varði. Þó mun ekki nema annar þeirra hafa getað róið í einu því sífellt varð að vera í austri til að halda skektunni á floti. Um síðir tókst þeim að komast upp í vog fremst á Geirhómsnúpi, austan við hinn myndræna klett sem kallaður er Biskupinn, og komust þar í land og drógu skektuna upp í klettana og skildu hana þar eftir. Vogur þessi var síðan kallaður Pétursvogur, því það þótti með eindæmum að þeir skyldu komast lifandi í land.
Þegar í land var komið lá fyrir þeim að ganga um tvo kílómetra leið í stórgrýttri fjörunni til að komast í öryggið á láglendinu en þá tók önnur hætta við en það var grjóthrunið í Geirhólmsnúpi (sem einning var kallaður Hólminum eða Núpurinn). Rokið reif laust grjót þannig að lífshættulegt var að vera á ferðinni. Þeir gripu til þess ráðs að skríða með berginu til að forðast grjóthrunið. Í átta tíma stóð þessi barátta við hafið og grjóthrunið, en erfiðast af öllu sagði Pétur síðar, hefði verið að hugsa til konunnar heima með sex börn í ómegð.
Þegar veðrið skall á var skúta á skaki dýpra úr af Skjaldabjarnarvíkinni. Mennirnir um borð höfðu orðið varir við skektuna, en um leið og rokið skall á hvarf hún í særokið. Ekki gátu þeir komið til hjálpar því þeir sáu það eina ráð til bjargar að lensa undan veðrinu. Seinna kom þessi skúta upp undir land og sögðu skipverjar þá þau tíðindi að bátur með tveim mönnum hefði farist út af Skjaldabjarnarvík í rokinu. Ekki datt þeim í hug að nokkur á smáskel kæmist lífs af í slíku veðri. Fátt sýnir betur samheldni fóksins þarna en að daginn eftir veðrið kom maður frá Reykjafirði bara til þess að vita hvort eitthvað hefði orðið að. Þó vissu menn ekki að þeir félagar hefðu verið á sjó.
Tvisvar á leiðinni er Bergur orðinn svo máttlaus í handleggjunum að hann tekur ekki eftir því að árin rennur úr greip hans og bátnum slær flötum. Bergur bregst við eins og hann gerði alltaf þegar út af bar, hann hallaði sér fram í gráðið og hló, önnur viðbrögð kunni hann ekki og hvað gat hann svo sem gert. Þeim tókst að ná árinni aftur þar sem skektuna rak hraðar en árina og komust í skjól við Núpinn, en þá tók við annar vandi.
Hvirfilbylirnir, sem oft myndast þegar hvessir af vestri, voru svo ofsalegir að þeri ætluðu ekki að geta haldið skektunni á réttum kili. Þegar bylirnir voru afstaðnir og lognið kom á milli varð að róa upp á líf og dauða til að komast sem lengst meðan lognið varði. Þó mun ekki nema annar þeirra hafa getað róið í einu því sífellt varð að vera í austri til að halda skektunni á floti. Um síðir tókst þeim að komast upp í vog fremst á Geirhómsnúpi, austan við hinn myndræna klett sem kallaður er Biskupinn, og komust þar í land og drógu skektuna upp í klettana og skildu hana þar eftir. Vogur þessi var síðan kallaður Pétursvogur, því það þótti með eindæmum að þeir skyldu komast lifandi í land.
Þegar í land var komið lá fyrir þeim að ganga um tvo kílómetra leið í stórgrýttri fjörunni til að komast í öryggið á láglendinu en þá tók önnur hætta við en það var grjóthrunið í Geirhólmsnúpi (sem einning var kallaður Hólminum eða Núpurinn). Rokið reif laust grjót þannig að lífshættulegt var að vera á ferðinni. Þeir gripu til þess ráðs að skríða með berginu til að forðast grjóthrunið. Í átta tíma stóð þessi barátta við hafið og grjóthrunið, en erfiðast af öllu sagði Pétur síðar, hefði verið að hugsa til konunnar heima með sex börn í ómegð.
Þegar veðrið skall á var skúta á skaki dýpra úr af Skjaldabjarnarvíkinni. Mennirnir um borð höfðu orðið varir við skektuna, en um leið og rokið skall á hvarf hún í særokið. Ekki gátu þeir komið til hjálpar því þeir sáu það eina ráð til bjargar að lensa undan veðrinu. Seinna kom þessi skúta upp undir land og sögðu skipverjar þá þau tíðindi að bátur með tveim mönnum hefði farist út af Skjaldabjarnarvík í rokinu. Ekki datt þeim í hug að nokkur á smáskel kæmist lífs af í slíku veðri. Fátt sýnir betur samheldni fóksins þarna en að daginn eftir veðrið kom maður frá Reykjafirði bara til þess að vita hvort eitthvað hefði orðið að. Þó vissu menn ekki að þeir félagar hefðu verið á sjó.
1926 og 1927 - Kóngur og drottning koma til Íslands og Matthías fæðist haustið 1926
Árið 1926 virðist hafa verið hagstætt til lands og sjávar. Sá mikli harðindakafli sem hófst um miðja nítjándu öld er genginn yfir og tíðarfar hlýrra og hagstæðara. Það er helst til tíðinda að konungur og drottning Íslands og Danmerkur koma í heimsókn. Það þótti mikil tíðindi í fásinninu þótt ekki sé víst að fréttir hafi borist norður fyrr en kóngahjúin væru aftur farinn til síns heima.
Norður í Skjaldabjarnavík ber það helst til tíðinda að 22. ágúst fæðist sveinbarn. Rauðhærður er kauði og grætur hátt framan í heiminn og ljósu sína Önnu Guðmundsdóttur frá Dröngum sem allta tíð sýndi þessum dreng einstaka umhyggju og hlýju. Það fjölgaði í heimilinu, ómegðin óx. Þó er ekki annað að sjá en að afkoman hafi batnað á þessum árum Það er svo í febrúar 1927 að presturinn séra Sveinn Guðmundsson í Árnesi ber að garði. Slíkir höfðingjar eru sjaldséðir norður þar og erindið er að húsvitja og tækifærið notað til að ausa yngsta barnið vatni. Drengurinn er skírður Matthías, vegna þess að Pétur hafði dreymt þjóðskáldið Matthías Jochumsson. En af hvers vegna skáldjöfurinn fór að ómaka sig úr hásölum himnanna undir lága baðstofusúð í einu afskekktasta býli landsins verður aldrei svarað. Á árunum 1926 til 1927 er innleggið í verslunina á Norðurfirði um 600 kg. kjöt, sem með gærum leggur sig á um kr. 904. Selskinn á kr. 142, saltfiskur þó ótrúlegt geti talist fyrir 70 kr. og ull fyrir 171 kr. Samtals innlegg 1.287 krónur, en úttektin var 1.531 krónur. Bóndinn í Skjaldabjarnavík er í 244 króna skuld við Kaupfélagið á Norðurfirði fyrir þessi tvö ár. En tekjur heimilisins voru öllu meiri því Pétur seldi hangikjöt og tófuskinn vestur á Ísafjörð. Árið 1929 selur hann, til dæmis, 158 kg. af hangikjöti í verslun Ólafs Pálssonar og fékk fyrir 269 krónur, sem var allmikið fé í þann tíð. Að auki seldi hann álíka mikið fyrir nágranna sína, en Pétur hafði forgöngu um sölu á hangikjöti til Ísafjarðar. |
Haglabyssan og tófan
Pétur hafði eignast haglabyssu sem var hinn mesti kjörgripur, með langt hlaup og ágæt við tófu. Trúlega hefur ekkert af eignum þeirra hjóna gagnast betur en þessi byssa, með henni skaut hann ótölulegan fjölda af tófu og sel og oft var fuglakjöt á borðum.
Skjaldabjarnarvík er stór og víðlend jörð og þar var oft mikið af tófu sem víst óvíða væri talið til hlunninda. En í Skjaldabjarnarvík var aldrei legið á greni heldur þvert á móti, reynt að vernda tófuna svo hún kæmi upp yrðlingum. Reyndar hafði tófan ofgnótt fæðu svo hún þurfti aldrei að leggjast á búfé. Á veturna var svo engt fyrir hana og hún skotin þegar feldurinn var hvað fallegastur. Einnig var legið fyrir henni þar sem hún leitaði að æti í fjörunni. Oft mun veiðin hafa verið veruleg. Kannski allt að tuttugu tófur. Skinnin voru misjafnlega verðmikil. Fallega mórauð skinn gátu verið í feikna góðu verði, allt að kýrverði, það var því mikil búbót þegar mikið var af tófu og skinnin falleg, en kaldsamt var að liggja fyrir tófunni hreyfingarlaus klukkutímum saman. Þar gilti þolinmæðin öðru fremur.
Pétur hafði þann hátt á að hann fór með skinnin til Ísafjarðar og seldi þau þar fyrir peninga. Farið var gangandi norður Strandir, fyrst var farið fyrir Reykjafjörð, Þarlátursfjörð og síðan inn í Furufjörð og var það erfið leið um forvöð og erfið fjallaskörð. Þaðan var farið yfir Skorarheiði og ofan í Jökulfirði og þaðan með Djúpbátnum til Ísafjarðar. Ferðin til Ísafjarðar tók aldrei skemmri tíma en tvo daga og oft lengur. Sérstaklega var þetta hættuleg leið að vetrarlagi. (forvöð er vað undir sjávarhömrum sem er fært um fjöru en ófært um flóð)
Skjaldabjarnarvík er stór og víðlend jörð og þar var oft mikið af tófu sem víst óvíða væri talið til hlunninda. En í Skjaldabjarnarvík var aldrei legið á greni heldur þvert á móti, reynt að vernda tófuna svo hún kæmi upp yrðlingum. Reyndar hafði tófan ofgnótt fæðu svo hún þurfti aldrei að leggjast á búfé. Á veturna var svo engt fyrir hana og hún skotin þegar feldurinn var hvað fallegastur. Einnig var legið fyrir henni þar sem hún leitaði að æti í fjörunni. Oft mun veiðin hafa verið veruleg. Kannski allt að tuttugu tófur. Skinnin voru misjafnlega verðmikil. Fallega mórauð skinn gátu verið í feikna góðu verði, allt að kýrverði, það var því mikil búbót þegar mikið var af tófu og skinnin falleg, en kaldsamt var að liggja fyrir tófunni hreyfingarlaus klukkutímum saman. Þar gilti þolinmæðin öðru fremur.
Pétur hafði þann hátt á að hann fór með skinnin til Ísafjarðar og seldi þau þar fyrir peninga. Farið var gangandi norður Strandir, fyrst var farið fyrir Reykjafjörð, Þarlátursfjörð og síðan inn í Furufjörð og var það erfið leið um forvöð og erfið fjallaskörð. Þaðan var farið yfir Skorarheiði og ofan í Jökulfirði og þaðan með Djúpbátnum til Ísafjarðar. Ferðin til Ísafjarðar tók aldrei skemmri tíma en tvo daga og oft lengur. Sérstaklega var þetta hættuleg leið að vetrarlagi. (forvöð er vað undir sjávarhömrum sem er fært um fjöru en ófært um flóð)
Húsakynni stækkuð
Eftir að fjölskyldan stækkaði varð óhjákvæmilegt að auka við húsnæðið. Ráðist var í viðbyggingu við baðstofuna. Byggð skýrbygging með járnklæddu þaki, þar sem í er stofa klædd að innan með panil hið ágætasta herbergi, en einnig var byggð geymsla. Þessa smíð annaðist Finnbogi Guðmundsson, uppeldisbróðir Péturs frá Dröngum, en með þeim hafði alla tíð verið mjög kært. Einnig munu hafa komið að því verki listasmiðirnir í Reykjafirði. Mikil breyting til batnaðar varð við tilkomu þessarar byggingar. Rúmgóð og hlý stofa þiljuð í hólf og gólf.
1929 og 1930 - Jón fæðist, Guðmundur fermist og ríkisútvarpið tekur til starfa
Þann 27 janúar 1929 fæðist enn einn drengurinn í Skjaldabjarnarvík, hann er ljóshærður með mikið hrokkið hár. Í apríl sama ár kemur svo séra Sveinn og drengurinn er skírður Jón í höfuðið á afa sínum í Bolungarvík, þeim er ekki kunni að hræðast. Þegar Jón vex úr grasi þykir honum mjög svipa til afa síns í Bolungarvíkurseli, hægur og rólegur og lét sér ekki bregða þótt gæfi á bátinn. Svo rennur árið 1930 upp. Þá verða stærstu þáttaskil í sögu þjóðarinnar síðan Alþingi var stofnað á Þingvöllum fyrir 1000 árum. Ríkisútvarpið tekur til starfa 1. des 1930. Einangrun hinna dreifðu byggða er rofin. Það er ógerningur að gera sér í hugarlund hvílík bylting varð með tilkomu útvarpsins. Nú bárust fréttir með rödd sunnan úr Reykjavík í gegnum einhvern kassa sem sagði fréttir af atburðum frá Íslandi og utan úr hinum stóra heimi. Í forundran sat fréttaþyrst fólkið og hlustaði á þessa galdra og trúði vart sínum eigin eyrum, jafnvel hljóðfæraleikur og söngur hljómaði í lágum köldum baðstofum eins og um hátimbraða hljómleikasali væri að ræða. Ísland var komið inn í strauma og hvirfilvinda heimsatburðanna og varð aldrei samt eftir. En aftur varð ekki snúið, ný öld var runnin upp yfir býlin smáu, undir brúnaþungum hamrabeltum. Jafnvel hulduvættirnir stöldruðu við og undruðust þennan nýja keppinaut. |
Guðmundur er fermdur vorið 1930. Hann gekk til prests í Árnesi í Árneshreppi og fermdist þar með öðrum jafnöldrum úr sveitunum. Pétur sigldi með son sinn í Árnes, en Sigríður stóð á hlaðinu og horfði á eftir bátnum, hún komst ekki með því einhver þurfti að vera heima að hugsa um börn og bú. Karlmenn sáu um tengsl við umheiminn og fóru af bæ til að sinna verslun og viðskiptum með afurðir. Konur, sérstaklega konur í afskekktum sveitum, fóru ekki mikið af bæ en ef eitthvað var farið þá var það helst að nágrannabæir væru heimsóttir, ekki var mikið annað um að vera í sveitunum. Það var mikil vinátta á milli fólksins í Reykjafirði (syðri) og fjölskyldunnar í Skjaldabjarnarvík og konur fóru á milli í heimsóknir til að njóta félagskapar, þegar færi gafst. Það má ekki gleyma að fjarlægðir voru miklar og fjögra tíma gangur var til Reykjafjarðar. Það er því ekki oft sem að Sigríður fór annað en í heimsókn til Reykjafjarðar þessi 13 ár sem Pétur og Sigríður bjuggu í Skjaldabjarnarvík og ekki komst hún í fermingu Guðmundar sonar síns.
(Þessi málsgrein er innskot frá ritstjóra)
(Þessi málsgrein er innskot frá ritstjóra)
Hafísinn veturinn 1930 - 1931 - Friðrik segir frá
(þessi kafli er úr "Landsins forni fjandi í heimsókn", Strandapósturinn (34) 2001)
Einn morguninn þegar við vöknuðum fannst okkur allt öðru vísi en vant var. Brimhljóðið sem alltaf lék í eyrum okkar daglega heyrðist ekki lengur. Allt var undarlega hljótt. Hvað hafði komið fyrir?
Þegar faðir okkar kom inn frá morgunverkunum sagði hann okkur þau tíðindi að ís fyllti nú allar víkur og voga og hvergi sæist í auðan sjó. Ég sá að honum var mikið niðri fyrir. Þetta voru mikil tíðindi og ill. Það gat boðað vá fyrir menn og skepnur. Hvað skyldi hann standa lengi við? Margar harmsögur gengu meðal fólksins um hörmulegar afleiðingar hafískomu. Þessi tíðindi vöktu forvitni okkar. Ég held varla að við krakkarnir höfum gert okkur grein fyrir alvöru málsins, en það vakti að minnsta kosti forvitni okkar, svo við tíndum snarlega á okkur allar þær flíkur sem við áttum til, því frostið var óvenjulega mikið, og þutum við út til að sjá þessi undur.
Þegar við komum út á hlaðið, blasti við okkur óvenjuleg sjón, sem seint gleymist og kom okkur algerlega í opna skjöldu. Hafið, skerið, brimið og allt sem venjulega var á sínum stað, var nú horfið og í staðinn komin endalaus röð af allavega lögðuðum ísjökum svo langt sem augað eygði. Þó var þögnin sem mest kom okkur á óvart. Við höfðum alist upp við sífellt brimhljóð sem aldrei þagnaði nótt sem nýtan dag, en nú var allt þagnað. Algjört steinhljóð, nema draugalegt marr í ísjökunum, sem kom þegar þeir nudduðust saman. Þetta var nýtt hljóð í okkar veröld, óþekkt og yfirþyrmandi. Við gengum niður á fjörukambinn til að sjá betur þennan vágest. Hann var ekki árennilegur og liturinn blágrænn og framandi. Lengra úti sáust risastórir borgarísjakar, sem sköguðu langt upp úr nágrenninu, en nær landi voru jakarnir smærri og fyrirferðarminni og fjaran alþakin smájökum.
Krakkarnir héldu sér innandyra, leituðu sér skjóls í hlýju eldhúsi baðstofunnar, enda kuldinn óvenju bítandi og það örlaði á ótta við hvítabirni við því oft koma þeir með ísnum, hungraði í leit að æti. Kindunum var hleypt út að læk til að brynna þeim, en fjaran var þeim lokið. Hestunum var líka hleypt út og reyndu þeir að krafsa sig niður á efstu þúfukollana til að vita hvort þar væri ekki einhver smá sinustrá að finna. Nú var ísinn orðinn mikið samfrosinn og hreyfðist lítið. Það gerðist svo einn daginn að hestarnir komu hlaupandi heim að húsum, og að sjálfsögðu með forystuhestinn Lýsu í fararbroddi. Það var ekki sjón að sjá hestana. Þeir voru mjög órólegir og titruðu og skulfu. Faðir okkar sagði að líklegast skynjuðu þeir einhverja hætti, því þeir eru lyktnæmir og finna lykt af rándýrum í margra kílómetra fjarlægð. Þessi válegu tíðindi urðu ekki til að bæta líðan okkar. Það var eitthvað þarna úti á þessari þöglu ísbreiðu sem var hættulegt og gæti nálgast heimili okkar.
Ég veit ekki hveru margar vikur þessi vágestur þjakaði okkar heimili, en ísinn fór með sama hætti og hann kom. Einn morguninn þegar faðir okkar kom frá því að sinna skepnunum, sagði hann okkur þær gleðifréttir að ísinn væri horfinn, nema á skerjum og boðum og ekki sæjist urmull af honum á sjónum fyrir utan víkina. Við krakkarnir fórum út til að skoða og sáum að fjaran var ekki sú fjara sem hvarf undir ísinn fyrir nokkrum vikum. Blöð þaraþöglanna blöktu ekki lengur í öldutoppum við skerin, fjörusteinarnir voru auðir og gróðurvana og kuðungar og skeljar horfnar, líklegast brotnar mélinu smærra. En nú var sjórinn tær og hreinn og sást vel í gráan, líflausan sjávarbotninn. Hafísinn hafði hreinsað allt líf af steinum og skerjum, það varð lítið um fjörubeit þetta vorið.
Einn daginn bar gest að garði. Þá höfðu liðið margar vikur, ef ekki mánuðir frá síðustu gestakomu þannig að heimilisfólk var orðið fréttaþyrst. Allir settust í kringum gestinn og biðu frétta. Helstu fréttirnar voru þær að hvítabjörn hafði verið veginn í Drangavík, sem er annar bær sunnan frá Skjaldabjarnarvík. Þetta þóttu okkur merkilegar frétti því hestarnir okkar höfðu gefið til kynna að eitthvað slíkt hefði verið í námunda við bæinn okkar einn daginn sem ísinn þakti ströndina og sjóinn. Nú fengum við það staðfest það sem faðir okkar sagði, að hestarnir hefðu skynjað merki um hættu.
Þegar faðir okkar kom inn frá morgunverkunum sagði hann okkur þau tíðindi að ís fyllti nú allar víkur og voga og hvergi sæist í auðan sjó. Ég sá að honum var mikið niðri fyrir. Þetta voru mikil tíðindi og ill. Það gat boðað vá fyrir menn og skepnur. Hvað skyldi hann standa lengi við? Margar harmsögur gengu meðal fólksins um hörmulegar afleiðingar hafískomu. Þessi tíðindi vöktu forvitni okkar. Ég held varla að við krakkarnir höfum gert okkur grein fyrir alvöru málsins, en það vakti að minnsta kosti forvitni okkar, svo við tíndum snarlega á okkur allar þær flíkur sem við áttum til, því frostið var óvenjulega mikið, og þutum við út til að sjá þessi undur.
Þegar við komum út á hlaðið, blasti við okkur óvenjuleg sjón, sem seint gleymist og kom okkur algerlega í opna skjöldu. Hafið, skerið, brimið og allt sem venjulega var á sínum stað, var nú horfið og í staðinn komin endalaus röð af allavega lögðuðum ísjökum svo langt sem augað eygði. Þó var þögnin sem mest kom okkur á óvart. Við höfðum alist upp við sífellt brimhljóð sem aldrei þagnaði nótt sem nýtan dag, en nú var allt þagnað. Algjört steinhljóð, nema draugalegt marr í ísjökunum, sem kom þegar þeir nudduðust saman. Þetta var nýtt hljóð í okkar veröld, óþekkt og yfirþyrmandi. Við gengum niður á fjörukambinn til að sjá betur þennan vágest. Hann var ekki árennilegur og liturinn blágrænn og framandi. Lengra úti sáust risastórir borgarísjakar, sem sköguðu langt upp úr nágrenninu, en nær landi voru jakarnir smærri og fyrirferðarminni og fjaran alþakin smájökum.
Krakkarnir héldu sér innandyra, leituðu sér skjóls í hlýju eldhúsi baðstofunnar, enda kuldinn óvenju bítandi og það örlaði á ótta við hvítabirni við því oft koma þeir með ísnum, hungraði í leit að æti. Kindunum var hleypt út að læk til að brynna þeim, en fjaran var þeim lokið. Hestunum var líka hleypt út og reyndu þeir að krafsa sig niður á efstu þúfukollana til að vita hvort þar væri ekki einhver smá sinustrá að finna. Nú var ísinn orðinn mikið samfrosinn og hreyfðist lítið. Það gerðist svo einn daginn að hestarnir komu hlaupandi heim að húsum, og að sjálfsögðu með forystuhestinn Lýsu í fararbroddi. Það var ekki sjón að sjá hestana. Þeir voru mjög órólegir og titruðu og skulfu. Faðir okkar sagði að líklegast skynjuðu þeir einhverja hætti, því þeir eru lyktnæmir og finna lykt af rándýrum í margra kílómetra fjarlægð. Þessi válegu tíðindi urðu ekki til að bæta líðan okkar. Það var eitthvað þarna úti á þessari þöglu ísbreiðu sem var hættulegt og gæti nálgast heimili okkar.
Ég veit ekki hveru margar vikur þessi vágestur þjakaði okkar heimili, en ísinn fór með sama hætti og hann kom. Einn morguninn þegar faðir okkar kom frá því að sinna skepnunum, sagði hann okkur þær gleðifréttir að ísinn væri horfinn, nema á skerjum og boðum og ekki sæjist urmull af honum á sjónum fyrir utan víkina. Við krakkarnir fórum út til að skoða og sáum að fjaran var ekki sú fjara sem hvarf undir ísinn fyrir nokkrum vikum. Blöð þaraþöglanna blöktu ekki lengur í öldutoppum við skerin, fjörusteinarnir voru auðir og gróðurvana og kuðungar og skeljar horfnar, líklegast brotnar mélinu smærra. En nú var sjórinn tær og hreinn og sást vel í gráan, líflausan sjávarbotninn. Hafísinn hafði hreinsað allt líf af steinum og skerjum, það varð lítið um fjörubeit þetta vorið.
Einn daginn bar gest að garði. Þá höfðu liðið margar vikur, ef ekki mánuðir frá síðustu gestakomu þannig að heimilisfólk var orðið fréttaþyrst. Allir settust í kringum gestinn og biðu frétta. Helstu fréttirnar voru þær að hvítabjörn hafði verið veginn í Drangavík, sem er annar bær sunnan frá Skjaldabjarnarvík. Þetta þóttu okkur merkilegar frétti því hestarnir okkar höfðu gefið til kynna að eitthvað slíkt hefði verið í námunda við bæinn okkar einn daginn sem ísinn þakti ströndina og sjóinn. Nú fengum við það staðfest það sem faðir okkar sagði, að hestarnir hefðu skynjað merki um hættu.
1931 - þegar útvarpið kom í Skjaldabjarnarvík
Útvarpið í Skjaldabjarnarvík var meðal alfyrstu tækjunum sem bárust þangað norður. Að eignast útvarp á þeim árum var ekki svo lítið fyrirtæki, það kostaði mikla peninga, sem ekki lágu á lausu. Því er nokkurt undrunarefni hvers vegna þau í Skjaldarbjarnarvík bregðast svo fljótt við. Þau hjón lásu mikið svo sumum fannst nóg um. Þau hafa vafalaust alið með sér þann draum um að fátækt, menntunarleysi og fáfræði þyrfti ekki endilega að vera fylgifiskur búskaparbaslsins. Útvarpið var gluggi út í hinn stóra heim sem var allsstaðar og allt í kring.
Það var seinni part vetrar að Pétur lagði af stað með tófuskinn á bakinu áleiðis til Ísafjarðar. Eflaust hefur veiðin verið góð þennan veturinn og Pétur verið bjartsýnn og ánægður. Að minnsta kosti seldi hann vel því hann kaupir útvarpstæki, telefunken þriggja lampa, með stórum sérstæðum hátalara ásamt leiðslum og loftneti og svo auðvitað rafhlöðu og sýrugeymir, sem var vandamálið stóra. Þessir geymar voru bæði þungir og vandmeðfarnir. Sýran vildi slettast úr þeim og brenndi þá allt sem fyrir varð. Endigartíminn var líka mjög takmarkaður. Það þurfti því oft að hlaða þá og var það mikið vandamál áfyrstu árum útvarpsins, fara þurfti um langan veg til að komast í hleðslu (hleðslustöð var í Norðurfirði). En ekkert af þessu setur Pétur fyrir sig. Hann býr um tækið, tekur við öllum leiðbeiningum sem fánalegar eru og leggur af stað heim á leið með nýja tímann á bakinu og fer yfir það í huganum hvernig eigi að tengja Skjaldabjarnarvík við umheiminn. |
Þegar heim er komið er farið eftir öllum leiðbeiningum. Reist er heljarmikið mastur og loftnetið fest í það með tilheyrandi postulínskúlum. Fata grafin djúpt í jörðu og jarðsambandið tengt, leiðsla sett hér og leiðsla sett þar. Svo er skrúfað frá og undur og stórmerki skulu gerast. En viti menn, ekkert heyrist. Það er farið aftur yfir allt en sama sagan, algjör þögn, rétt eins og hún hafði verið undangengin 1000 ár. Gat þetta þá ekki gengið, var ekki hægt að tengja Skjaldabjarnarvík við umheiminn, voru þessi býli dæmd til að búa við þögn og einangrun um aldir?
En það er ekki hægt að sætta sig. Tækið er sett aftur í kassann og kassinn settur á bakið og haldið sömu leið til Ísafjarðar. Þar segir Pétur sínar farir ekki sléttar, ekkert heyrist í tækinu. Kaupmaðurinn skoðar gripinn og kemst fljótt að þeirri niðurstöðu að einum lampanum hafi ekki verið þrýst nægilega niður í sætið. Og með það er haldið heim sömu leið. Tæknin er viðkvæm og vandmeðfarin, enn þann dag í dag, hvað þá fyrir þá sem voru að sjá þetta í fyrsta sinn.
Þegar heim er komið er farið aftur yfir alla hluti og gert eins og allar leiðbeiningar segja til um. Þegar skrúfað er frá stendur allt heimilisfólkið í kringum þetta undratæki og heldur niðri í sér andanum. Og viti menn, það kemur rödd, ekki úr sýnilegum mannbarka, heldur úr tækinu á borðinu. "Útvarp Reykjavík" hljómar um litlu stofuna. Þúsund ára þögn hefur verið rofin. Ný öld er runnin upp. Ekki er nokkur leið fyrir nútímafólk að gera sér hugarlund hvílík umskipti urðu með tilkomu útvarpsins. Óhætt er að segja að það hafi ekki breyst bara eitt heldur allt. Gluggi hafði verið opnaður þar sem útsýni var um veröld alla. Yfir fjöll og dali og úfinn sjó bárust raddir frá einhverjum sem enginn sá - hljóðfæraleikur, söngur og það sem mest var um vert, fréttir. og það var hægt að hlusta á prestinn flytja messu í kirkju suður í Reykjavík. Þetta var göldrum líkast. Fólk sem áður þurfti að fara langar leiðir til að eiga orðastað við nágranna sína gat nú setið í upphitaðri stofu og hlustað á fólk í órafjarlægð rétt eins og það væri í stofunni heima.
Fyrst eftir að útvarpið kom í Skjaldabjarnavík var ekki komið útvarp á næstu bæi, því var ekki óalgengt að fólk kæmi til að hlusta á þetta undur og stórmerki. Sérstaklega vour messurnar vinsælar. Oft mátti sjá konurnar úr Reykjafirðinum koma prúðbúnar á sunnudögum þegar gott var veður til að hlýða á útvarpsmessu.
En það er ekki hægt að sætta sig. Tækið er sett aftur í kassann og kassinn settur á bakið og haldið sömu leið til Ísafjarðar. Þar segir Pétur sínar farir ekki sléttar, ekkert heyrist í tækinu. Kaupmaðurinn skoðar gripinn og kemst fljótt að þeirri niðurstöðu að einum lampanum hafi ekki verið þrýst nægilega niður í sætið. Og með það er haldið heim sömu leið. Tæknin er viðkvæm og vandmeðfarin, enn þann dag í dag, hvað þá fyrir þá sem voru að sjá þetta í fyrsta sinn.
Þegar heim er komið er farið aftur yfir alla hluti og gert eins og allar leiðbeiningar segja til um. Þegar skrúfað er frá stendur allt heimilisfólkið í kringum þetta undratæki og heldur niðri í sér andanum. Og viti menn, það kemur rödd, ekki úr sýnilegum mannbarka, heldur úr tækinu á borðinu. "Útvarp Reykjavík" hljómar um litlu stofuna. Þúsund ára þögn hefur verið rofin. Ný öld er runnin upp. Ekki er nokkur leið fyrir nútímafólk að gera sér hugarlund hvílík umskipti urðu með tilkomu útvarpsins. Óhætt er að segja að það hafi ekki breyst bara eitt heldur allt. Gluggi hafði verið opnaður þar sem útsýni var um veröld alla. Yfir fjöll og dali og úfinn sjó bárust raddir frá einhverjum sem enginn sá - hljóðfæraleikur, söngur og það sem mest var um vert, fréttir. og það var hægt að hlusta á prestinn flytja messu í kirkju suður í Reykjavík. Þetta var göldrum líkast. Fólk sem áður þurfti að fara langar leiðir til að eiga orðastað við nágranna sína gat nú setið í upphitaðri stofu og hlustað á fólk í órafjarlægð rétt eins og það væri í stofunni heima.
Fyrst eftir að útvarpið kom í Skjaldabjarnavík var ekki komið útvarp á næstu bæi, því var ekki óalgengt að fólk kæmi til að hlusta á þetta undur og stórmerki. Sérstaklega vour messurnar vinsælar. Oft mátti sjá konurnar úr Reykjafirðinum koma prúðbúnar á sunnudögum þegar gott var veður til að hlýða á útvarpsmessu.
Pétur kraflar sig út úr snjóflóði
Fé sótti í grösugan Bjarnarfjörðinn á sumrin, en Bjarnafjörðurinn liggur milli Skjaldabjarnarvíkur og Dranga en erfitt gat þó verið að ná því þaðan á haustin, sérstaklega ef það gerði snögg norðanáhlaup. Fara varð meðféð út með hlíðinni norðanverðri en þar þurfti að fara kleifarnar og Illaklif, sem eru tæpar göru og erfiðar, sérstaklega í snjó og harðfenni. Við bætist mikil snjóflóðahætta ef svo hagaði til að snjóað hafði á harðfennið.
Einhverju sinni er Pétur var að huga að fé fyrripart vetrar, lendir hann í snjóflóði á leið sinni út með firðinum. Hann barst með flóðinu út í sjó en það varð honum til lífs að hann lenti í röndinni á flóðinu og önnur höndin var laus svo hann gat krafsað sig lausan og komist til lands. Ef til vill hefur honum þá orðið ljóst að svo erfið og hættuleg væri lífsbaráttan fyrir einyrkja með stóran barnahóp, að ekki væri það leggjandi á konuna að þurfa sífellt að bíða heima upp á von og óvon um hvort hann skilaði sér. Félli fyrirvinnan frá beið heimilisins ekkert annað en að sundrast.
Einhverju sinni er Pétur var að huga að fé fyrripart vetrar, lendir hann í snjóflóði á leið sinni út með firðinum. Hann barst með flóðinu út í sjó en það varð honum til lífs að hann lenti í röndinni á flóðinu og önnur höndin var laus svo hann gat krafsað sig lausan og komist til lands. Ef til vill hefur honum þá orðið ljóst að svo erfið og hættuleg væri lífsbaráttan fyrir einyrkja með stóran barnahóp, að ekki væri það leggjandi á konuna að þurfa sífellt að bíða heima upp á von og óvon um hvort hann skilaði sér. Félli fyrirvinnan frá beið heimilisins ekkert annað en að sundrast.
Börnin leika sér við hafið og Matthías varð næstum því öldunni að bráð
Ein var sú íþrótt sem stunduð var af krökkunum í óþökk foreldranna, en það var að elta ölduna. Fjaran fyrir neðan bæinn var stórgrýtt, ár og síð hafði hafaldan velt grjóthnullungunum upp og niður fjöruna, slípað þá og fægt. Listin var að hlaupa niður stórgrýtta fjöruna þegar aldan sogaðist út og vera nógu fljótur að hlaupa til baka þegar hún kom aftur. Í miklu brimi var þetta stórhættulegur leikur. Einhverju sinni æfðu eldri krakkarnir sig í þessum hlaupum, en Matthías, sá næstyngsti, vildi ekki verða síðri, tók til fótanna og fylgdi öldunni, en datt á bakaleiðinni þannig að aldan tók hann. Snarræði Guðmundar, elsa bróðursins, bjargaði honum, hann hljóp út í sjóinn og sótti drenginn. Þetta hefði getað kostað báða lífið.
Þegar Friðrik missti fingur og Matthías hleypur út í myrkrið
Það var óþrjótandi verk að afla eldsneytis. Mest var brennt af rekavið sem er góður eldiviður. Mikið verk var að safna honum saman af rekanum, þurrka hann og saga niður og kljúfa í hæfilegt brenni. Sérstök eldiviðargeymsla var í skemmu er stóð næst baðstofunni, þar var viðurinn sagaður og klofinn. Til að kljúfa var notuð bitlítil en þung öxi, auk þess var þar önnur öxi léttari og flugbeitt, notuð til að höggva smíðavið.
Eitthvert kvöld að haustlagi eru börnin öll í eldiviðargeymslunni að kljúfa í eldinn. Mjög misjafnt er að kljúfa við og sé hann kvistóttur getur það verið erfitt. Sérstaklega er seljan erfið en er þeim mun betri eldiviður. Eitthvað gekk erfiðlega að kljúfa í þetta skiptið. Einn bræðranna var með stóru þungu öxina en réði varla við hana. Þá datt Matthíasi, þeim næstyngsta, í hug að hann gæti leyst málið með léttu og beittu öxinni. Öxin reið til höggs, en þá sér litli peyinn vettlingsklædda hönd af enn minni dreng (Friðrik) sem lögð hefur verið á viðarhöggið, en of seint, höggið var riðið af. Fyrst örlítil þögn, svo grátur og hróp, allir hlaupa út úr viðargeymslunni til foreldranna nema drenghokkninn, hann stendur þarna og veit ekki hvað hefur skeð. Aðeins að það er eitthvað skelfilegt. Allir eru farnir, það er þá sem hann tekur til fótanna og hleypur út í myrkrið, hleypur og hleypur.
Hann veit ekki hvert hann er að fara. Myrkrið umlykur hann og svo þögnin. Hann kemur að stórum steini, sest þar niður. Hann er ekki lengur hræddur, honum er ekki kalt, hann grætur ekki. Hann bara situr þarna umlukinn þessu endalausa myrkri sem er svo þykkt að það er næstum hægt að þreifa á því og þögnin, þessi algjöra þögn, jafnvel hafið er þagnað, það er eins og allt haldi niðri í sér andanum. Klukka tímans hefur verið stöðvuð og þá tekur eilífiðin við. Og þó, í þessu algjöra myrkri og þögn leikur um hann eitthvað dularfullt gult ljós, svo fannst honum ekki að hann væri einn, einhver stóð við hliðina á honum. Góðar vættir Skjaldabjarnarvíkur brugðust ekki á örlagastundu.
Þegar foreldrarnir koma hlaupandi sjá þeir Friðrik með blóðuga hendi og opið sár á fingri. Sigríður tekur af sér svuntuna, rífur hana í renninga og batt um sárið, ekki var um aðra læknisaðstoð að ræða svo langt úr alfaraleið. Eitthvað hefur Sigríður kunnað til verka því sárið greri og drengurinn náði sér, þó hann hefði misst framan af einum fingri. Og þegar drenghnokkinn sem hljóp út í myrkrið sneri aftur, þreyttur og kaldur, tók faðir hans hann á hné sér, faðmaði hann og huggaði.
Það er fjögra tíma gangur til næsta bæjar, hvort sem farið er norður eða suður. Býlin eru því eins og lítið ríki. Þar verður að ráða fram úr hverju máli sem upp kemur. Það er ekki hægt að leita læknis eða prests nema með ærinni fyrirhöfn, ef það er þá hægt á annað borð. Alls staðar eru hættur og reynt er að innræta börnunum að varast þær. Hvern vanda verður að leysa hvort sem menn eru háir í loftinu eða ekki.
Eitthvert kvöld að haustlagi eru börnin öll í eldiviðargeymslunni að kljúfa í eldinn. Mjög misjafnt er að kljúfa við og sé hann kvistóttur getur það verið erfitt. Sérstaklega er seljan erfið en er þeim mun betri eldiviður. Eitthvað gekk erfiðlega að kljúfa í þetta skiptið. Einn bræðranna var með stóru þungu öxina en réði varla við hana. Þá datt Matthíasi, þeim næstyngsta, í hug að hann gæti leyst málið með léttu og beittu öxinni. Öxin reið til höggs, en þá sér litli peyinn vettlingsklædda hönd af enn minni dreng (Friðrik) sem lögð hefur verið á viðarhöggið, en of seint, höggið var riðið af. Fyrst örlítil þögn, svo grátur og hróp, allir hlaupa út úr viðargeymslunni til foreldranna nema drenghokkninn, hann stendur þarna og veit ekki hvað hefur skeð. Aðeins að það er eitthvað skelfilegt. Allir eru farnir, það er þá sem hann tekur til fótanna og hleypur út í myrkrið, hleypur og hleypur.
Hann veit ekki hvert hann er að fara. Myrkrið umlykur hann og svo þögnin. Hann kemur að stórum steini, sest þar niður. Hann er ekki lengur hræddur, honum er ekki kalt, hann grætur ekki. Hann bara situr þarna umlukinn þessu endalausa myrkri sem er svo þykkt að það er næstum hægt að þreifa á því og þögnin, þessi algjöra þögn, jafnvel hafið er þagnað, það er eins og allt haldi niðri í sér andanum. Klukka tímans hefur verið stöðvuð og þá tekur eilífiðin við. Og þó, í þessu algjöra myrkri og þögn leikur um hann eitthvað dularfullt gult ljós, svo fannst honum ekki að hann væri einn, einhver stóð við hliðina á honum. Góðar vættir Skjaldabjarnarvíkur brugðust ekki á örlagastundu.
Þegar foreldrarnir koma hlaupandi sjá þeir Friðrik með blóðuga hendi og opið sár á fingri. Sigríður tekur af sér svuntuna, rífur hana í renninga og batt um sárið, ekki var um aðra læknisaðstoð að ræða svo langt úr alfaraleið. Eitthvað hefur Sigríður kunnað til verka því sárið greri og drengurinn náði sér, þó hann hefði misst framan af einum fingri. Og þegar drenghnokkinn sem hljóp út í myrkrið sneri aftur, þreyttur og kaldur, tók faðir hans hann á hné sér, faðmaði hann og huggaði.
Það er fjögra tíma gangur til næsta bæjar, hvort sem farið er norður eða suður. Býlin eru því eins og lítið ríki. Þar verður að ráða fram úr hverju máli sem upp kemur. Það er ekki hægt að leita læknis eða prests nema með ærinni fyrirhöfn, ef það er þá hægt á annað borð. Alls staðar eru hættur og reynt er að innræta börnunum að varast þær. Hvern vanda verður að leysa hvort sem menn eru háir í loftinu eða ekki.
Eldur, eldur, það er kviknað í bænum
Eitt sumarið var verið að hirða hey og allir voru úti á túni að taka saman og koma heyinu heim í hlöðu, nema elsti sonurinn, Guðmundur, sem tók á móti heyinu og kom því fyrir. Hann átti jafnframt að sjá um að halda eldinum lifandi í eldavélinni. Það var tafsamt og þurfti hann að fara úr hlöðunni til að bæta á eldinn. Kannski hefur hann bætt fullmikið á í einu, því fólikð á túninu tók eftir því að það var farið að rjúka upp úr þekjunni. Þá hafði kviknað í þekjunni út frá reikröri. Ekki var kominn mikill eldur og þekjan brann seint. Stutt var í bæjarlækinn og tókst að slökkva eldinn áður en stórtjón hlaust af en litlu mátti muna. Bækur sem stóru á hillu nálægt rörinu eyðilögðust og það þótti mörgum sárt. Enn héldu góðar vættir verndarhendi yfir býlinu.
Guðmundur gengur í svefni, gengur á glugga og slasast alvarlega
Síðustu ár Péturs og Sigríðar í Skjaldabjarnavík fór að bera á einkennilegum sjúkdómi hjá elsta syninum, Guðmundi. Hann fór að ganga í svefni og oftar en ekki fannst honum eins og það væri kviknað í. Stökk hann þá fram úr rúminu og hrópaði "Eldur!", þótt steinsofandi væri. Þetta var erfitt og mikið áhyggjuefni. Einn af síðustu vetrunum í Skjaldabjarnarvík, hrökk fólkið upp við að hann frópar "Eldur, eldur!". Svo heyrðist brothljóð, síðan varð örstutt þögn og svo þetta sérkennilega hljóð, sem aldrei gleymist, þegar blóðbunan skall á gólfinu. Það er í dauðans ofboði kveikt ljós. Gluggarúða er brotin og drengurinn hefur skorið sig þvert yfir úlnliðinn, sundur allar æðar og taugar. Ekkert er hægt að gera annað en að reyna að stöðva blóðrásina og binda um sárið. Engan lækni er að hafa og engin leið að brjótast um hávetur með stórslasaðan ungling til Ísafjarðar. Það verður að bíða og vona. En hendin er að mestu ónýt, fingurnir kreppast upp í lófann og höndin er blá og máttlaus þar sem ekki berst nægt blóð til hennar. Ekki er ótrúlegt að á þessum erfiðum stundum hafi Pétur og Sigríður tekið ákvörðun um að flytja burt, þangað sem aðstæður voru betri og styttra í læknishjálp.
Á Ísafirði var komið sjúkrahús og þar voru ungir og hæfir læknar. Það er því ekki beðið boðanna. Um leið og fært var vestur var drengnum komið undir læknishendur. Nóttina áður en lagt er af stað dreymir Sigríði að til hennar komi kona, fríð sýnum og glæsileg. Sigríði fannst hún segja við sig: "Það er leiðinlegt að þið skuluð vera að fara þar sem okkur hefur alltaf samið svo vel". Og henni fannst að hún spyrji sig hvort það sé eitthvað sem hún geti gert fyrir hana að lokum. "Það er þá bara það, ef þú getur gert eitthvað fyrir höndin á honum syni mínum". "Sigríði finnst hún taka um höndina, horfa á örið og segja: "Það verður erfitt en ég skal reyna".
Þegar til Ísafjarðar kom, segja læknarnir að hann komi allof seint, en þeir skuli sjá til hvað þeir geti gert. Sárið er tekið upp, taugar og æðar sóttar upp eftir handleggnum og reynt að koma öllu í samt lag. Og kraftaverkið gerðist og engir urðu meira undrandi en læknarnir. Höndin tók undraverðum framförum og varð næstum því jafn góð. Sigríður var ekki í nokkrum vafa um að huldukonan góða hafi lagt blessun sína yfir störf læknanna.
Á Ísafirði var komið sjúkrahús og þar voru ungir og hæfir læknar. Það er því ekki beðið boðanna. Um leið og fært var vestur var drengnum komið undir læknishendur. Nóttina áður en lagt er af stað dreymir Sigríði að til hennar komi kona, fríð sýnum og glæsileg. Sigríði fannst hún segja við sig: "Það er leiðinlegt að þið skuluð vera að fara þar sem okkur hefur alltaf samið svo vel". Og henni fannst að hún spyrji sig hvort það sé eitthvað sem hún geti gert fyrir hana að lokum. "Það er þá bara það, ef þú getur gert eitthvað fyrir höndin á honum syni mínum". "Sigríði finnst hún taka um höndina, horfa á örið og segja: "Það verður erfitt en ég skal reyna".
Þegar til Ísafjarðar kom, segja læknarnir að hann komi allof seint, en þeir skuli sjá til hvað þeir geti gert. Sárið er tekið upp, taugar og æðar sóttar upp eftir handleggnum og reynt að koma öllu í samt lag. Og kraftaverkið gerðist og engir urðu meira undrandi en læknarnir. Höndin tók undraverðum framförum og varð næstum því jafn góð. Sigríður var ekki í nokkrum vafa um að huldukonan góða hafi lagt blessun sína yfir störf læknanna.
Pétur veikist og liggur á Landakotsspítala í nokkra mánuði
Ekki er nokkur vafi á því að brottför Bergs og Svanfríðar (1931) hefur verið mikið áfall fyrir heimili í Skjaldabjarnarvík, trúmennska þeirra og iðjusemi var ómetanleg á barnmörgu heimili og erfiðri jörð. Eftir að þau eru farin jókst álagið á þá sem eftir voru og sérstaklega mun Pétri hafa reynst einyrkjastarfið erfitt. Nokkuð víst má telja að hann hafi aldrei náð sér fullkomlega eftir taugaveikina í Hraundal, enda fór svo að hann veiktist. Hann fékk svo slæma gikt að hann gat ekki hreyft sig og ekki var um annað að ræða en að leita lækninga. Pétur fór því suður og lá nokkra mánuði á Landakotsspítala og fékk allgóðan bata. (hvenær var það og hvernig gekk að sinna verkum í Skjaldabjarnarvík á meðan???)
Ákvörðun tekin að flytja til Reykjarfjarðar
Einyrkjabúskapur með stóran barnahóp á jörð eins og Skjaldabjarnarvík mátti heita útilokaður. Börnin voru að komast á skólaaldur. Það að senda ung börn til Finnbogastaða í Trékyllisvík um hávetur gat haft hættur í för með sér. Erfitt var að fá kennara til að kenna á þessum afskekktu heimilum, þó var það reynt og gafst að mörgu leyti vel, en engin framtíð var í því. Eins og aðrir foreldrar höfðu þau mikinn metnað fyrir börn sín. Bæði hafa langað til að læra en ytri aðstæður gerðu þá drauma að engu. En ákveðin voru Pétur og Sigríður í því að börnin þeirra skyldu ekki fara þess á mis væri þess nokkur kostur.
Skjaldabjarnarvík bauð ekki upp á neina framtíð handa ungu kynslóðinni. Það var því ekki um annað að ræða en hugsa sér til hreyfings þótt efnahagur væri allt annar og betri en var þegar þau hurfu frá Hraundal. Þeim býðst að kaupa Skjaldabjarnarvík, freistandi hlýtur það boð að hafa verið fyrir Pétur sem alla tíð hafði dreymt um að verða sjálfseignarbóndi. En önnur sjónarmið vega þyngra.
Sumarið 1934 varð það ljóst að hluti úr jörðinni Reykjarfirði í Árneshreppi er að losna úr ábúð. Þá stóðu yfir mikil framkvæmdir við að byggja stærstu síldarverksmiðju í Evrópu á Djúpavík, í nokkra kílómetra fjarlægð frá Reykjarfirði. Á mælikvarða þessa fámenna og fátæka byggðalags er um byltingu að ræða. Í einu vetvangi er stokkið inn í tuttugustu öldina, enginn tími til aðlögunar. Og það mega Strandamenn eiga, þeir stóðust prófið.
Þau hjónin hafa gert sér grein fyrir því að þarna sköpuðust möguleikar sem ekki voru til staðar í Skjaldabjarnarvík. Ákvörðun er tekin, enn skal leitað nýrra leiða. Vafalaust hefur það verið erfið ákvörðun að yfirgefa góða granna og æskustöðvar Péturs. En nú verður að setja aðra hagsmuni ofar. Börnin eru að vaxa úr grasi. Bergmál nýrrar aldar berst með blöðum og útvarpi, enginn getur skotið sér undan kröfum tímans, nú frekar en áður. Það er ákveðið að flytja á fardögum 1935.
Skjaldabjarnarvík bauð ekki upp á neina framtíð handa ungu kynslóðinni. Það var því ekki um annað að ræða en hugsa sér til hreyfings þótt efnahagur væri allt annar og betri en var þegar þau hurfu frá Hraundal. Þeim býðst að kaupa Skjaldabjarnarvík, freistandi hlýtur það boð að hafa verið fyrir Pétur sem alla tíð hafði dreymt um að verða sjálfseignarbóndi. En önnur sjónarmið vega þyngra.
Sumarið 1934 varð það ljóst að hluti úr jörðinni Reykjarfirði í Árneshreppi er að losna úr ábúð. Þá stóðu yfir mikil framkvæmdir við að byggja stærstu síldarverksmiðju í Evrópu á Djúpavík, í nokkra kílómetra fjarlægð frá Reykjarfirði. Á mælikvarða þessa fámenna og fátæka byggðalags er um byltingu að ræða. Í einu vetvangi er stokkið inn í tuttugustu öldina, enginn tími til aðlögunar. Og það mega Strandamenn eiga, þeir stóðust prófið.
Þau hjónin hafa gert sér grein fyrir því að þarna sköpuðust möguleikar sem ekki voru til staðar í Skjaldabjarnarvík. Ákvörðun er tekin, enn skal leitað nýrra leiða. Vafalaust hefur það verið erfið ákvörðun að yfirgefa góða granna og æskustöðvar Péturs. En nú verður að setja aðra hagsmuni ofar. Börnin eru að vaxa úr grasi. Bergmál nýrrar aldar berst með blöðum og útvarpi, enginn getur skotið sér undan kröfum tímans, nú frekar en áður. Það er ákveðið að flytja á fardögum 1935.
Fardagar (maí) 1935 - Skjaldabjarnarvíkin kvödd eftir þrettán ára búsetu
Það er ekki hrist fram úr erminni að flytja búferlum á þessum árum. Enginn vegur er að fara landleiðina nema með féð sem hægt er að reka. En aðstæður Péturs og Sigríðar eru nú gjörólíkar því sem var er þau fluttu úr Hraundal. Nú hafa þau möguleika sem ekki voru til staðar þá. Nú er fenginn bátur frá Ísafirði til að taka búslóðina, kýrnar og viðinn af rekanum sem var geysimikill. Í Reykjarfirði var svo til enginn reki, það var því mikils virði að kom viðnum þangað, því þar þurfti að byggja fjárhús og hlöðu.
Báturinn kemur frá Ísafirði, þrjátíu tonna fiskibátur, heljar mikið skip miðað við árabátana. Viðnum er smalað af rekanum og fluttur um borð eða tekin í slef og það sem eftir verður er notað til að greiða fyrir bátinn. Hann hirðir það í bakaleiðinni. Kýrnar eru fluttar um borð. Boörnin horfa undrandi á, það er eitthvað um að vera sem hugur þeirra þekkir ekki. Geirhólmsnúpurinn og Randafjallið og víkin þar á milli hafa verið þeirra heimur. Nú á að kveðja þetta allt, eitthvað nýtt og óþekkt býður, nýr staður og nýtt fólk. Þau eru kvíðin. Skjólið og öryggið í Skjaldabjarnarvík er að baki.
Tveir litlir drengir (Matthías og Jón) tína saman leikföngin sín við klettana hjá huldufólkinu. Brotinn eldavélarhringur, diskabrot, horn og skeljar og ýmislegt sem sjórinn hafði borið að landi. Þeir vita ekki hvort þeir fái að taka dýrgripina með og ræða það sín á milli að heldur skulu þeir fleygja þeim í sjóinn en skilja þá eftir. En þeir fá að taka leikföngin með og með síðasta bátnum fara þeir um borð. Þeir finna að nú eru þeir að kveðja æskuheimilið sem aldrei getur komið aftur, sem aldrei getur orðið eins. Ókunnugir menn, olíulykt, þessi stóri bátur, þetta þunga framandi hljóð og vélin lemur taktföst og ákveðin.
Stefnan er tekin út víkina og stefnt til hafs því það verður að forðast sker og grynningar. Allt er nýtt og framandi og brátt koma í ljós ókunn fjöll og ókunnir firðir. Svo er beygt inn í Reykjarfjörðinn, hinn syðri, þar sem framtíðarheimilið á að vera. Lagst er að bryggju í Djúpuvík, það þarf ekki að setja út bát til að komast í land. Kýrnar eru hífðar í land. Upp á bryggjunni er allt á iði, alls staðar er fólk. Við hafskipabryggjuna liggja skip sem eru svo stór að varla er hægt að lýsa þeim og byggingarnar eru yfirþyrmandi. Ekkert þessu líkt hafa krakkarnir úr Skjaldabjarnarvík augum litið, aldrei hafa þau getað ímyndað sér að nokkuð svona lagað gæti verið til.
Sá elsti (Guðmundur) og sá næstyngsti (Matthías) eiga að fara með kýrnar inn í Reykjarfjörð landleiðina, um klukkutíma gang. Litli snáðinn er feiminn, hann er kominn í nýjan heim, óþekktan. Allt er framandi og hann veit ekki ennþá hvort þessi nýi heimur er vinveittur eða ekki. Þeir bræður rölta eftir kúnum. Það er orðin kaflaskil, það á að fara að skrifa nýja sögu, með nýju fólki í nýju umhverfi, í nýjum tíma með nýjum vonum og nýrri þrá. Þá eins og fyrr er svarið falið í framtíðinni, hvert það verður geta þeir bræður ekki gert sér í hugarlund, enda kannski eins gott. Meðan við ekki þekkjum daginn í dag, hversvegna ættum við þá að heimta svör við deginum á morgun?
Báturinn kemur frá Ísafirði, þrjátíu tonna fiskibátur, heljar mikið skip miðað við árabátana. Viðnum er smalað af rekanum og fluttur um borð eða tekin í slef og það sem eftir verður er notað til að greiða fyrir bátinn. Hann hirðir það í bakaleiðinni. Kýrnar eru fluttar um borð. Boörnin horfa undrandi á, það er eitthvað um að vera sem hugur þeirra þekkir ekki. Geirhólmsnúpurinn og Randafjallið og víkin þar á milli hafa verið þeirra heimur. Nú á að kveðja þetta allt, eitthvað nýtt og óþekkt býður, nýr staður og nýtt fólk. Þau eru kvíðin. Skjólið og öryggið í Skjaldabjarnarvík er að baki.
Tveir litlir drengir (Matthías og Jón) tína saman leikföngin sín við klettana hjá huldufólkinu. Brotinn eldavélarhringur, diskabrot, horn og skeljar og ýmislegt sem sjórinn hafði borið að landi. Þeir vita ekki hvort þeir fái að taka dýrgripina með og ræða það sín á milli að heldur skulu þeir fleygja þeim í sjóinn en skilja þá eftir. En þeir fá að taka leikföngin með og með síðasta bátnum fara þeir um borð. Þeir finna að nú eru þeir að kveðja æskuheimilið sem aldrei getur komið aftur, sem aldrei getur orðið eins. Ókunnugir menn, olíulykt, þessi stóri bátur, þetta þunga framandi hljóð og vélin lemur taktföst og ákveðin.
Stefnan er tekin út víkina og stefnt til hafs því það verður að forðast sker og grynningar. Allt er nýtt og framandi og brátt koma í ljós ókunn fjöll og ókunnir firðir. Svo er beygt inn í Reykjarfjörðinn, hinn syðri, þar sem framtíðarheimilið á að vera. Lagst er að bryggju í Djúpuvík, það þarf ekki að setja út bát til að komast í land. Kýrnar eru hífðar í land. Upp á bryggjunni er allt á iði, alls staðar er fólk. Við hafskipabryggjuna liggja skip sem eru svo stór að varla er hægt að lýsa þeim og byggingarnar eru yfirþyrmandi. Ekkert þessu líkt hafa krakkarnir úr Skjaldabjarnarvík augum litið, aldrei hafa þau getað ímyndað sér að nokkuð svona lagað gæti verið til.
Sá elsti (Guðmundur) og sá næstyngsti (Matthías) eiga að fara með kýrnar inn í Reykjarfjörð landleiðina, um klukkutíma gang. Litli snáðinn er feiminn, hann er kominn í nýjan heim, óþekktan. Allt er framandi og hann veit ekki ennþá hvort þessi nýi heimur er vinveittur eða ekki. Þeir bræður rölta eftir kúnum. Það er orðin kaflaskil, það á að fara að skrifa nýja sögu, með nýju fólki í nýju umhverfi, í nýjum tíma með nýjum vonum og nýrri þrá. Þá eins og fyrr er svarið falið í framtíðinni, hvert það verður geta þeir bræður ekki gert sér í hugarlund, enda kannski eins gott. Meðan við ekki þekkjum daginn í dag, hversvegna ættum við þá að heimta svör við deginum á morgun?
Á Dröngum 1994 - heimildarmynd (53 mín)
Til þess að myndskreyta þennan heim sem fyrir okkur frændfólkið er kannski dulítið forn þá er hér falleg heimildarmynd um síðstu ábúendur á Dröngum, þau Kristinn Jónsson og Önnu Jakobínu Guðjónsdóttur, en Drangar eru æskuheimili Péturs. Í heimildarmyndinni samþættast fortíð og nútíð og auðveldar okkur aðgang að heimi og tíðaranda Péturs og Sigríðar.
Það vill líka svo til að Anna Jakobína er dóttir Guðjóns og Önnu er bjuggu lengi í Skjaldabjarnarvík og bjuggu þar þegar Pétur og Sigríður flytja þangað árið 1922 og voru fjölskyldurnar sambýlendur í eitt ár en Guðjón og fjölskylda flutti norður í Þarlátursfjörð árið 1923.
Anna Jakobína fæddist árið 1913 og var því 9 ára er Pétur og Sigríður fluttu þangað. Í upphafi heimildarmyndarinnar segir Anna líttilega frá verunni í Skjaldavík (eins og hún kallaði hana) og það á meðal man hún eftir frostavetrinum mikla.
Það er skemmtilegt viðtalið við Önnu í upphafi heimildarmyndarinnar. Spyrillinn er þungur í röddinni enda nýbúinn að lýsa einangrun, harðbýlu landsvæði og hörðum vetrum þegar hann spyr Önnu hvort ekki hafi verið erfitt að búa á svo einangruðu bóli sem Skjaldabjarnarvík var og hvort þeim hafi ekki leiðst þarna norður á hjara veraldar. Anna brosir hlýlega og kurteislega við spurningunni og segir að þetta hafi nú verið lítið mál, og þau hafi unað sér og leikið eins og önnur börn. Ekki hafi þau fundið mikið fyrir einangruninni enda nóg við að vera á túnum og hólum og holtum í kringum bæinn og í fjörunni ævintýralegu.
Á Dröngum (Klikkið á titilinn til að sjá heimildarmyndina á YouTube)
ATH: Heimildarmyndina fann ég á Youtube og ef að eigendur hennar (sem ég veit ekki hverjir eru) vilja að ég fjarlægi hana eða greiði fyrir notkun á þessari síðu, þá vinsamlegast látið mig vita. elsa.gudmundsdottir@gmail.com, ritstjóri
Það vill líka svo til að Anna Jakobína er dóttir Guðjóns og Önnu er bjuggu lengi í Skjaldabjarnarvík og bjuggu þar þegar Pétur og Sigríður flytja þangað árið 1922 og voru fjölskyldurnar sambýlendur í eitt ár en Guðjón og fjölskylda flutti norður í Þarlátursfjörð árið 1923.
Anna Jakobína fæddist árið 1913 og var því 9 ára er Pétur og Sigríður fluttu þangað. Í upphafi heimildarmyndarinnar segir Anna líttilega frá verunni í Skjaldavík (eins og hún kallaði hana) og það á meðal man hún eftir frostavetrinum mikla.
Það er skemmtilegt viðtalið við Önnu í upphafi heimildarmyndarinnar. Spyrillinn er þungur í röddinni enda nýbúinn að lýsa einangrun, harðbýlu landsvæði og hörðum vetrum þegar hann spyr Önnu hvort ekki hafi verið erfitt að búa á svo einangruðu bóli sem Skjaldabjarnarvík var og hvort þeim hafi ekki leiðst þarna norður á hjara veraldar. Anna brosir hlýlega og kurteislega við spurningunni og segir að þetta hafi nú verið lítið mál, og þau hafi unað sér og leikið eins og önnur börn. Ekki hafi þau fundið mikið fyrir einangruninni enda nóg við að vera á túnum og hólum og holtum í kringum bæinn og í fjörunni ævintýralegu.
Á Dröngum (Klikkið á titilinn til að sjá heimildarmyndina á YouTube)
ATH: Heimildarmyndina fann ég á Youtube og ef að eigendur hennar (sem ég veit ekki hverjir eru) vilja að ég fjarlægi hana eða greiði fyrir notkun á þessari síðu, þá vinsamlegast látið mig vita. elsa.gudmundsdottir@gmail.com, ritstjóri