Hellissandur 1953 - 1962
Þegar Pétur og Sigríður láta af búskap í Reykjarfirði flytja þau vestur á Hellissand, en þar bjó Matthías sonur þeirra og starfaði sem kaupfélagsstjóri. Pétur var sextíu og sex ára og Sigríður sextug þegar þau fluttu á Hellissand. Þau bjuggu þar í níu ár og tóku fullan þátt í atvinnulífinu meðan heilsa leyfði. Þar leið þeim vel og kunnu vel að meta margmennið og góðan félagsskap umræðuglaðra þorpsbúa. Þau stunduðu bústörf, áttu nokkrar kindur og eina kú, og unnu launavinnu í fyrsta sinn á ævinni.
Matthías Pétursson skrifaði eftirfarandi frásögn (2012) af búsetu Péturs og Sigríðar á Hellissandi, en ritstjóri klippti til og púslaði þannig að hún hentaði betur þessu birtingarformi. Frásögnina í heild sinni er hægt að lesa hér "Að kveðja heimahagana" (klikkið á titilinn til að lesa greinina) og ritstjóri hvetur frændfólk til að lesa greinina enda frásagnir Matthíasar alltaf fantagóðar.
Matthías Pétursson skrifaði eftirfarandi frásögn (2012) af búsetu Péturs og Sigríðar á Hellissandi, en ritstjóri klippti til og púslaði þannig að hún hentaði betur þessu birtingarformi. Frásögnina í heild sinni er hægt að lesa hér "Að kveðja heimahagana" (klikkið á titilinn til að lesa greinina) og ritstjóri hvetur frændfólk til að lesa greinina enda frásagnir Matthíasar alltaf fantagóðar.
Pétur og Sigríður flytja á Hellissand
Á vordögum 1953 er gengið í að undirbúa flutningana frá Reykjafirði. Pakka inn búslóðinni og ganga frá sölu á því sem ekki var hægt að taka með sér. Haldið var uppboð og eitthvað af fénu var selt Guðfinnu í Naustvík er tekið hafði jörðina á leigu. Annað var flutt á trillunni norður í Finnbogastaði en þangað fluttu þau til bráðabirgða til Jóhannesar sonar síns er þar var skólastjóri við barnaskólann en Friðrik er var þá orðinn kennari í Vestmannaeyjum var stoð og stytta þeirra við flutninganna. Um haustið fluttu þau á Hellissand þar sem að Matthías var kaupfélagsstjóri.
Það hlýtur að hafa verið erfið ákvörðun að yfirgefa ævistarfið og átthagana og flytjast í annan landsfjórðung þar sem þau þekktu ekkert til og varla nokkra hræðu. En aðrir kostir voru ekki í stöðinni. Búslóðin var því flutt norður í Norðurfjörð í veg fyrir Skjaldbreið er þá annaðist strandsiglingar.
Pétur tók með sér trilluna og hestasláttuvél í þeirri von að hægt væri að nota þessi tæku í lífsbaráttunni til lands og sjávar. Þetta voru reyndar einu tækin sem hann hafði eignast til að létta sér störfin og þætti víst ekki mikið nú til dags.
Á leiðinni fyrir Látrabjarg og yfir Breiðafjörðinn fá þau foráttuveður sem verður til þess að trillan, sem er flutt á dekki stórskemmist. Það var annars táknrænt fyrir þau hjón, í hvert skipt sem þau fluttu tóku náttúruöflin til sinna ráða og fóru að hamast, sem aldrei fyrr. Hvað svo háttsett vald var að skipta sér að búferlaflutning fátækra bændahjóna verður víst aldrei útskýrt. Trillan var tryggð, en umboðsmaður tryggingarfélagsins hafði ekki athugað að tryggingin náði aðeins yfir altjón það er að segja hún varð að eyðileggjast algjörlega eða hverfa í hafið. Svo að gamli maðurinn varð að bera þetta tjón að öllu leiti sjálfur, enda þekkti hann ekki annað en að vinna úr sínum málum hjálparlaust. Tryggingarfélög og ríkið voru þiggjendur, en erfiðismennirnir sköpuðu auðinn.
Haustið 1953 er Rifshöfn í byggingu og enn ekki hægt að leggjast þar að bryggju. Það verður því að skipa búslóðinni upp í uppskipunarbát, kunnugleg aðferð. Á planið fyrir framan kaupfélagshúsið á Hellissandi er fátæklegri búslóð þeirra staflað í hrúgu. Munir sem höfðu fylgt þeim alla tíð hlaðnar minningum góðum og sárum eins og gengur, ævistarfið í lítilli hrúfu á ókunnri strönd og hvað nú. Nýtt umhverfi, nýtt fólk, annar og framandi hugsunarháttur. Voru þetta launin fyrir ævistarfið, fyrir stritið, baráttuna, fyrir seigluna, fyrir að gefast aldrei upp hversu erfitt lífið var og úræðin oft á tíðum vandfundin og fá.
Matthías og Kristín tóku á móti gömlu hjónunum ferðaþreyttum. Fyrst lá leiðin upp á loft í kaupfélagshúsinu, þar sem Matthías og Kristín bjuggu. Fyrst var að fá sér einhverja næringu og svo smá hvíld, og svo að koma búslóðinni í geymslu í pakkhúsinu hjá kaupfélaginu og svo að líta aðeins á þorpið.
Það hlýtur að hafa verið erfið ákvörðun að yfirgefa ævistarfið og átthagana og flytjast í annan landsfjórðung þar sem þau þekktu ekkert til og varla nokkra hræðu. En aðrir kostir voru ekki í stöðinni. Búslóðin var því flutt norður í Norðurfjörð í veg fyrir Skjaldbreið er þá annaðist strandsiglingar.
Pétur tók með sér trilluna og hestasláttuvél í þeirri von að hægt væri að nota þessi tæku í lífsbaráttunni til lands og sjávar. Þetta voru reyndar einu tækin sem hann hafði eignast til að létta sér störfin og þætti víst ekki mikið nú til dags.
Á leiðinni fyrir Látrabjarg og yfir Breiðafjörðinn fá þau foráttuveður sem verður til þess að trillan, sem er flutt á dekki stórskemmist. Það var annars táknrænt fyrir þau hjón, í hvert skipt sem þau fluttu tóku náttúruöflin til sinna ráða og fóru að hamast, sem aldrei fyrr. Hvað svo háttsett vald var að skipta sér að búferlaflutning fátækra bændahjóna verður víst aldrei útskýrt. Trillan var tryggð, en umboðsmaður tryggingarfélagsins hafði ekki athugað að tryggingin náði aðeins yfir altjón það er að segja hún varð að eyðileggjast algjörlega eða hverfa í hafið. Svo að gamli maðurinn varð að bera þetta tjón að öllu leiti sjálfur, enda þekkti hann ekki annað en að vinna úr sínum málum hjálparlaust. Tryggingarfélög og ríkið voru þiggjendur, en erfiðismennirnir sköpuðu auðinn.
Haustið 1953 er Rifshöfn í byggingu og enn ekki hægt að leggjast þar að bryggju. Það verður því að skipa búslóðinni upp í uppskipunarbát, kunnugleg aðferð. Á planið fyrir framan kaupfélagshúsið á Hellissandi er fátæklegri búslóð þeirra staflað í hrúgu. Munir sem höfðu fylgt þeim alla tíð hlaðnar minningum góðum og sárum eins og gengur, ævistarfið í lítilli hrúfu á ókunnri strönd og hvað nú. Nýtt umhverfi, nýtt fólk, annar og framandi hugsunarháttur. Voru þetta launin fyrir ævistarfið, fyrir stritið, baráttuna, fyrir seigluna, fyrir að gefast aldrei upp hversu erfitt lífið var og úræðin oft á tíðum vandfundin og fá.
Matthías og Kristín tóku á móti gömlu hjónunum ferðaþreyttum. Fyrst lá leiðin upp á loft í kaupfélagshúsinu, þar sem Matthías og Kristín bjuggu. Fyrst var að fá sér einhverja næringu og svo smá hvíld, og svo að koma búslóðinni í geymslu í pakkhúsinu hjá kaupfélaginu og svo að líta aðeins á þorpið.
Hvar var Hellissandur staddur á sögukortinu 1953

Vegaslóðinn til Hellissands lá um fjöruna
Hellissandur var gömul verstöð ein með þeim elstu á landinu. Utar á nesinu voru Gufuskálar líkast til ein elsta verstöð landsins og þar utar Dritvík, sá frægi staður. Á þessar slóðir sóttu landsmenn hundruðum og þúsundum saman í verið og öfluðu sér björg í bú. Þetta svæði var matarbúr stórs hluta landsins öldum samann. Tuttugasta öldin hafði varla gengið í garð á Hellissandi. Það var enginn vegur nema um fjöruna undir Ólafsvíkurenni og ekki fært nema sér útbúnum bílum og um fjörur. Vegurinn út fyrir nesið var bara hestagötur og troðningar. Höfnin var í Krossavík rétt vestan við þorpið. Þar var smá bryggjustúfur sem aðeins var hægt að leggjast við þegar há sjáað var og gott veður.
Byggðin var að mestu leiti á 10-15 metra háum hraunkanti sem sjórinn lék sér við ár og síð og alla daga. Ræktað land var lítið, túnblettir kringum býlinn afgirtir með grjótgörðum. Vatnsveita var engin en vatnið var tekið úr á er rann gegnum þorpið. Rafmagnið var skammtað og kom frá frystihúsinu og var tekið af kl. 10 á kvöldin, nema konur væru að eiga börn, þá var beðið um að hafa það lengur á. Ekki var talið þörf á að láta ljósið loga lengur þótt menn stæðu í öðrum verkum sem vel var hægt að vinna í myrki. Eitt hafði þó Hellissandur fram yfir margar aðrar álíkar byggðir. Flugvöll. Á Gufuskálum rétt vestan við þorpið var nýbúið að byggja flugvöll. Þangað flaug Flugfélag Íslands einu sinni í viku og voru vélarnar að jafnaði yfir fullar af farþegum vörum og farangri. Flugið var ómetanlegt fyrir þetta annars einangraða þorp.
Tíminn hafði stöðvast fyrst og fremst vegna þess að það var engin höfn og þá var ekki hægt að keppa við þá staði sem betri hafnaraðstöðu höfðu og gátu tekið við togurum og sí stækkandi bátaflota. Og þessir harðduglegu sjómenn gátu ekki lengur gert út heiman að frá sér, en eftirsóttir voru þeir um allt land. En heima bjuggu konur þeirra og börn með kú og nokkrar kindur og stopula vinnu við frystihúsið þegar fiskur barst á land af trillum og smábátum, sem athafnað gátu sig í Krossavíkurhöfn. Í Krossavíkinni var lítil bryggjustúfur sem var á þurru um fjörur, þannig að bátarnir stóðu á þurru landi þar til féll að. Þegar Jónas Jónsson ráðherra kom einu sinni í heimsókn og sá höfnina sagði hann "Þarna getið þið ræktað kartöflur". Það átti víst að vera fyndið, en það fanst þeim ekki er þurftu að búa við slík skilyrði. En þetta var harðgert og dugnaðar fólk sem lífið beygði ekki svo auðveldlega, raungott og hjálpsamt. Það var eins og það hefði geymst. Tíminn einhvern veginn farið framhjá, ekki komið við um leið og hann fór á stærri staði vítt og breitt um byggðir landsins.
Byggðin var að mestu leiti á 10-15 metra háum hraunkanti sem sjórinn lék sér við ár og síð og alla daga. Ræktað land var lítið, túnblettir kringum býlinn afgirtir með grjótgörðum. Vatnsveita var engin en vatnið var tekið úr á er rann gegnum þorpið. Rafmagnið var skammtað og kom frá frystihúsinu og var tekið af kl. 10 á kvöldin, nema konur væru að eiga börn, þá var beðið um að hafa það lengur á. Ekki var talið þörf á að láta ljósið loga lengur þótt menn stæðu í öðrum verkum sem vel var hægt að vinna í myrki. Eitt hafði þó Hellissandur fram yfir margar aðrar álíkar byggðir. Flugvöll. Á Gufuskálum rétt vestan við þorpið var nýbúið að byggja flugvöll. Þangað flaug Flugfélag Íslands einu sinni í viku og voru vélarnar að jafnaði yfir fullar af farþegum vörum og farangri. Flugið var ómetanlegt fyrir þetta annars einangraða þorp.
Tíminn hafði stöðvast fyrst og fremst vegna þess að það var engin höfn og þá var ekki hægt að keppa við þá staði sem betri hafnaraðstöðu höfðu og gátu tekið við togurum og sí stækkandi bátaflota. Og þessir harðduglegu sjómenn gátu ekki lengur gert út heiman að frá sér, en eftirsóttir voru þeir um allt land. En heima bjuggu konur þeirra og börn með kú og nokkrar kindur og stopula vinnu við frystihúsið þegar fiskur barst á land af trillum og smábátum, sem athafnað gátu sig í Krossavíkurhöfn. Í Krossavíkinni var lítil bryggjustúfur sem var á þurru um fjörur, þannig að bátarnir stóðu á þurru landi þar til féll að. Þegar Jónas Jónsson ráðherra kom einu sinni í heimsókn og sá höfnina sagði hann "Þarna getið þið ræktað kartöflur". Það átti víst að vera fyndið, en það fanst þeim ekki er þurftu að búa við slík skilyrði. En þetta var harðgert og dugnaðar fólk sem lífið beygði ekki svo auðveldlega, raungott og hjálpsamt. Það var eins og það hefði geymst. Tíminn einhvern veginn farið framhjá, ekki komið við um leið og hann fór á stærri staði vítt og breitt um byggðir landsins.
Túnberg: Pétur og Sigríður verða sjálfs síns herrar
Fyrstu mánuðina bjuggu þau hjón hjá okkur á efri hæðinni í kaupfélagshúsinu. Tíminn var notaður til þess að skoða sig um, meta aðstæður og spá í möguleika. Hvernig þeim leist á sig á þessum framandi stað fara engar sögur, enda þau ýmsu vön í þeim efnum.
Fyrsta verkið var að svipast um eftir húsnæði. Það vildi þeim til happs að eldri maður, sjálflærður pípulagningarmaður, ákvað að hætta og flytja suður. Þau kaupa svo býlið, sem stóð ofarlega í þorpinu. Því fylgdi smá túnblettur ásamt fjósi, fjárhúsi og hlöðu. Einnig fylgdu með í kaupunum kú og nokkar kindur. Gamli bóndinn er kominn á jörð sem hann á sjálfur, í fyrsta sinni á ævinn. Þetta allt er hans. Það létti óneitanlega yfir þeim hjónum þegar þau höfðu fast land undir fótum og voru aftur orðin sjálf síns herrar, nokkuð sem þeim var dýrmætast í lífinu.
Túnberg hét húsið, tvö herbergi, eldhús og kjallari. Snoturt og nokkuð, sem þau höfðu ekki áður kynnst; rafmagn, rafmagns eldavél, olíukynnt miðstöð. Enginn mór, engin kol, engir olíulampar að fylla á og hreinsa. Þrátt fyrir allt hafði menningin haldið innreið sína. Nýi tíminn var mættur til leiks á Hellissandi. Þau stóðu á mörkum þar sem 1000 ára saga var að kveðja og nútíminn ruddi sér braut með braki og bramli. Tæknin og nýr hugsunarháttur ruddi öllu gömlu af braut og boðaði nýja öld og þau urður að taka þátt í leiknum og tileinka sér nýja hætti og það var undravert hversu vel þeim tókst það.
Þau heyjuðu, slógu túnblettinn og fengu lánaðar slægur inn í Rifi, en sláttuvélin nýtist ekki. Það vor hvergi nægar sléttur og hestar fyrirfundust ekki sem gátu unnið slíkt starf. Smiður þorpsins tók að sér að gera við trilluna. Guðmundur sonur þeirra var farinn að flytja inn bátavélar og gaf hann þeim nýja vél í trilluna og Friðrik setti hana í bátinn. Lítið var hún þó notuð enda hvorki aðstaða eða þekking til að fara að róa á ný mið. Trillan var svo fljótlega seld til Reykjavíkur og sláttuvélin er enn fyrir vestan. Þannig að segja má að sú tækni er Pétur var búinn að tileinka sé hafi komið að litlum notum. Kannski var búskapurinn fyrir norðan örlítið þróaðri þrátt fyrir allt.
Jóhannes kom og sinnti viðgerðum á húsinu. Hann lagaði og styrkti kjallarann, skipti um glugga og lagaði þakið. Og Matthías hjálpaði þeim við heyskapinn. Óhætt er að segja að þau hafi þá verið búin að búa um sig þannig að vel fór um þau.
Fyrsta verkið var að svipast um eftir húsnæði. Það vildi þeim til happs að eldri maður, sjálflærður pípulagningarmaður, ákvað að hætta og flytja suður. Þau kaupa svo býlið, sem stóð ofarlega í þorpinu. Því fylgdi smá túnblettur ásamt fjósi, fjárhúsi og hlöðu. Einnig fylgdu með í kaupunum kú og nokkar kindur. Gamli bóndinn er kominn á jörð sem hann á sjálfur, í fyrsta sinni á ævinn. Þetta allt er hans. Það létti óneitanlega yfir þeim hjónum þegar þau höfðu fast land undir fótum og voru aftur orðin sjálf síns herrar, nokkuð sem þeim var dýrmætast í lífinu.
Túnberg hét húsið, tvö herbergi, eldhús og kjallari. Snoturt og nokkuð, sem þau höfðu ekki áður kynnst; rafmagn, rafmagns eldavél, olíukynnt miðstöð. Enginn mór, engin kol, engir olíulampar að fylla á og hreinsa. Þrátt fyrir allt hafði menningin haldið innreið sína. Nýi tíminn var mættur til leiks á Hellissandi. Þau stóðu á mörkum þar sem 1000 ára saga var að kveðja og nútíminn ruddi sér braut með braki og bramli. Tæknin og nýr hugsunarháttur ruddi öllu gömlu af braut og boðaði nýja öld og þau urður að taka þátt í leiknum og tileinka sér nýja hætti og það var undravert hversu vel þeim tókst það.
Þau heyjuðu, slógu túnblettinn og fengu lánaðar slægur inn í Rifi, en sláttuvélin nýtist ekki. Það vor hvergi nægar sléttur og hestar fyrirfundust ekki sem gátu unnið slíkt starf. Smiður þorpsins tók að sér að gera við trilluna. Guðmundur sonur þeirra var farinn að flytja inn bátavélar og gaf hann þeim nýja vél í trilluna og Friðrik setti hana í bátinn. Lítið var hún þó notuð enda hvorki aðstaða eða þekking til að fara að róa á ný mið. Trillan var svo fljótlega seld til Reykjavíkur og sláttuvélin er enn fyrir vestan. Þannig að segja má að sú tækni er Pétur var búinn að tileinka sé hafi komið að litlum notum. Kannski var búskapurinn fyrir norðan örlítið þróaðri þrátt fyrir allt.
Jóhannes kom og sinnti viðgerðum á húsinu. Hann lagaði og styrkti kjallarann, skipti um glugga og lagaði þakið. Og Matthías hjálpaði þeim við heyskapinn. Óhætt er að segja að þau hafi þá verið búin að búa um sig þannig að vel fór um þau.
Lífið á Hellisandi
Þau fljótt að kunna við sig á Hellisandi. Þarna var margt fólk á þeirra reki, með mikla og fjölbreytta lífsreynslu, hafði unnið til sjós og lands. Talaði tæpitungulaust og sagði sínar skoðanir umbúðarlaust, var skemmtilegt og ræðið og hjálpsamt og raungott.
Á fyrstu vertíðinni byrjuðu þau bæði að vinna í frystihúsinu þegar vel aflaðist, sem var býsna oft þennann vetur. Aldrei nokkurn tímann höfðu þau unnið launavinnu, svo þetta var þeim framandi. Ekki kvörtuðu þau undan vinnunni eða kaupinu. Pétri fannst að oft hefði hann fengið lægra kaup við búskapinn og kannski fór hann að líta verkalýðinn öðrum augum, en ekki hróflaði það við skoðunum hans í pólitík, Framsókn skal það vera. Þessi vinna gerði það að verkum að þau höfðu nóg fyrir sig að leggja og þurftu ekki að hafa fjárhagslegar áhyggjur. Eftir að vinstristjórn tók við á Hellissandi fór Pétur að vinna ýmis störf fyrir sveitarfélagið. Meðal annars var hann skipaður forðagæslumaður, en það kunni hann til hlítar frá ævilöngu búskaparstarfi. En nýr oddviti varð þá Skúli Alexandersson frá Kjós, nágranni hans að norðan. Skúli var lengi oddviti þeirra Sandar og síðar þingmaður Snæfellinga um langa hríð.
Nú tók lífið að færast í fastar skorður. Þau hjón unnu í frystihúsinu þegar vinna féll til og seinna hjá Jökli (hvað er Jökull??) eftir að hann tók til starfa. Þetta var yfirleitt stopul vinna en góð uppbót við þann litla búskap er þau ráku. Og nú gátu þau í fyrsta sinn leift sér þann munað að fara í frí. Eitt fyrsta sumarið þeirra á Hellissandi fóru þau í heimsókn norður í Árneshrepp. Þau heimsóttu vini og kunningja allar götur norður í Ófeigsfjörð. Þessi ferð varð þeim ógleymanleg. Og kannski það eina er olli þeim vonbrigðum var að þau skynja að byggðin var að láta undan. Síldin er farin og atvinna þverrandi og óvíst að sveitin stæði af sér breytta atvinnuhætti til sjós og lands
Á fyrstu vertíðinni byrjuðu þau bæði að vinna í frystihúsinu þegar vel aflaðist, sem var býsna oft þennann vetur. Aldrei nokkurn tímann höfðu þau unnið launavinnu, svo þetta var þeim framandi. Ekki kvörtuðu þau undan vinnunni eða kaupinu. Pétri fannst að oft hefði hann fengið lægra kaup við búskapinn og kannski fór hann að líta verkalýðinn öðrum augum, en ekki hróflaði það við skoðunum hans í pólitík, Framsókn skal það vera. Þessi vinna gerði það að verkum að þau höfðu nóg fyrir sig að leggja og þurftu ekki að hafa fjárhagslegar áhyggjur. Eftir að vinstristjórn tók við á Hellissandi fór Pétur að vinna ýmis störf fyrir sveitarfélagið. Meðal annars var hann skipaður forðagæslumaður, en það kunni hann til hlítar frá ævilöngu búskaparstarfi. En nýr oddviti varð þá Skúli Alexandersson frá Kjós, nágranni hans að norðan. Skúli var lengi oddviti þeirra Sandar og síðar þingmaður Snæfellinga um langa hríð.
Nú tók lífið að færast í fastar skorður. Þau hjón unnu í frystihúsinu þegar vinna féll til og seinna hjá Jökli (hvað er Jökull??) eftir að hann tók til starfa. Þetta var yfirleitt stopul vinna en góð uppbót við þann litla búskap er þau ráku. Og nú gátu þau í fyrsta sinn leift sér þann munað að fara í frí. Eitt fyrsta sumarið þeirra á Hellissandi fóru þau í heimsókn norður í Árneshrepp. Þau heimsóttu vini og kunningja allar götur norður í Ófeigsfjörð. Þessi ferð varð þeim ógleymanleg. Og kannski það eina er olli þeim vonbrigðum var að þau skynja að byggðin var að láta undan. Síldin er farin og atvinna þverrandi og óvíst að sveitin stæði af sér breytta atvinnuhætti til sjós og lands
Pétur og Sigríður kveðja Hellissand
Á árinu 1958 veikist Guðmundur elsti sonur þeirra, sem allatíð hafðir verið þeirra augasteinn. Næstu tvö árin háði hann sína baráttu við erfiðan sjúkdóm. Guðmundur dó vorið 1960, 42. ára gamall. Fyrir þau, gömul og þreytt, var þetta mikið áfall, sem erfitt var að komast yfir, kannski það erfiðasta í lífinu og enn máttu þau takast á við eitthvað sem enginn fær skilið.
Árið 1961 er Matthías ákveðinn að flytjast burt af Hellissandi og ákváðu Pétur og Sigríður að það væri þeim fyrir bestu að flytjast til Reykjavíkur þar sem þeir Jóhannes og Friðrik voru búsettir. Það er svo haustið 1962 að þau leggja í sína síðust búferlaflutninga. Í þetta sinn á nýtísku máta, með vörubíl fyrir jökul og enn hreppa þau foráttuveður, sunnan rok og rigningu. Hvers vegna máttarvöldin sýndum þeim hjónum þann heiður að heiðra þau með því að mynna á sig í hvert skipti sem þau fluttu búferlum, er ekki vitað, en voru þau ekki barta að þakka fyrir langa og farsæla samfylgd. Oft hafði gamli bóndinn háð tvísýna baráttu við náttúruöflin og alltaf haft betur þótt við ofurefli væri að etja. Stundum kom hann sár frá þeim leik, en aldrei sigraður.
Þau settust að í Efstasundi 100 í Reykjavík þar sem þau bjuggu til æviloka, en það er svo enn einn kaflinn í þeira sögu, sem varð býsna löng og býsna ströng rétt eins og saga þjóðarinar, sem alltaf neitaði að gefast upp og gilti einu hvort Guð eða menn gáfu þá fyrirskipun.
Árið 1961 er Matthías ákveðinn að flytjast burt af Hellissandi og ákváðu Pétur og Sigríður að það væri þeim fyrir bestu að flytjast til Reykjavíkur þar sem þeir Jóhannes og Friðrik voru búsettir. Það er svo haustið 1962 að þau leggja í sína síðust búferlaflutninga. Í þetta sinn á nýtísku máta, með vörubíl fyrir jökul og enn hreppa þau foráttuveður, sunnan rok og rigningu. Hvers vegna máttarvöldin sýndum þeim hjónum þann heiður að heiðra þau með því að mynna á sig í hvert skipti sem þau fluttu búferlum, er ekki vitað, en voru þau ekki barta að þakka fyrir langa og farsæla samfylgd. Oft hafði gamli bóndinn háð tvísýna baráttu við náttúruöflin og alltaf haft betur þótt við ofurefli væri að etja. Stundum kom hann sár frá þeim leik, en aldrei sigraður.
Þau settust að í Efstasundi 100 í Reykjavík þar sem þau bjuggu til æviloka, en það er svo enn einn kaflinn í þeira sögu, sem varð býsna löng og býsna ströng rétt eins og saga þjóðarinar, sem alltaf neitaði að gefast upp og gilti einu hvort Guð eða menn gáfu þá fyrirskipun.